Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:33 Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun