„Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 16:32 Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, vísar á bugvangaveltum Einars Bárðarsonar, framkvæmdasjtóra SVEIT, um að veitingamönnum sé refsað fyrir að tjá sig. Reykjavík/Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. Greint var frá því í vikunni að eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafi enn ekki fengið starfsleyfi afhent 231 degi síðan þeir lögðu fram umsókn. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), velti því fyrir sér í því samhengi hvort ákvörðun rekstraraðila um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli. Fréttastofa ræddi við Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem sagðist ekki hafa heimild til að tjá sig um mál einstakra rekstraraðila en sagði þó að langur málsmeðferðartími á veitingu starfsleyfa, eins og í tilviki Hygge, strandi ekki á Heilbrigðiseftirlitinu. Afgreiðslan taki viku í mesta lagi „Okkar ferill tekur ekki meira en svona viku. Ef aðilar sækja um og öll gögn fylgja sem eiga að fylgja, viðkomandi er búinn að afla sér jákvæðrar umsagnar byggingarfulltrúa og allt er í lagi þá tekur afgreiðslan hjá okkur ekki nema viku, í mesta lagi,“ segir Tómas. Heilbrigðiseftirlitið heldur afgreiðslufund einu sinni í viku þar sem öll mál eru tekin fyrir og afgreidd. „Meira að segja höfum við verið mjög liðleg og jákvæð í því að halda auka-afgreiðslufundi ef rekstraraðilum liggur mjög á. Það hefur ítrekað komið fyrir að rekstraraðilar hafi sótt um og fengið leyfi nánast um leið,“ segir hann. Veiting starfsleyfa strandi á öðrum atriðum. „Þetta stoppar ekki hjá okkur. Það sem þetta stoppar á eru einhverjar kröfur í löggjöfinni, að aðilar hafi ekki skilað viðeigandi gögnum eða fyrir liggur neikvæð umsögn byggingarfulltrúans,“ segir Tómas. „Samkvæmt löggjöfinni þá er það skilyrði fyrir útgáfu leyfis að fyrir liggi jákvæð umsögn byggingarfulltrúa.“ Núverandi regluverk enn of íþyngjandi Tómas segir að flókið rekstrarumhverfi núverandi kerfis byggist á þeirri löggjöf sem við búum við. „Heilbrigðiseftirlitið setur ekki lögin og reglurnar sem við förum eftir. Það eru ráðuneytin og Alþingi sem gera það. Við fáum þetta bara í hendurnar,“ segir Tómas. „Eins og löggjöfin hefur verið núna, er flækjustigið óvenjumikið. Auðvitað þarf að uppfylla ákveðin skilyrði út frá matvælaöryggi og byggingarfulltrúi þarf að gera sitt. Í ofanálag voru reglurnar þannig að það þurfti að auglýsa starfsleyfi veitingastaða í fjórar vikur,“ segir hann. Síðasta ríkisstjórn setti þá reglugerð að auglýsa þyrfti hvert einasta starfsleyfi á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfi væri veitt. Regluverkið flæktist fyrir nýjum leyfishöfum Kastrup þar til Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, afnam það að hluta í síðasta mánuði. „Það er búið að breyta því að hluta, veitingastaðir þurfa ekki lengur að fara í fjögurra vikna auglýsingaferli en ýmiss annar rekstur þarf það ennþá,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi sundlaugar, skóla og gististaði. „Við höfum bent ráðuneytinu á að æskilegra væri að skoða löggjöfina í heild frekar en að taka einn flokk út. Okkur finnst þetta ákvæði enn of íþyngjandi,“ segir hann. Regluverkið gefur almenningi færi á að koma athugasemdum á framfæri er varðar útgáfu starfsleyfa. Tómas segir að regluverkið eigi helst við um stærri rekstur eins og verksmiðjur en sé óþarflega íþyngjandi fyrir smærri rekstur. Enginn á svörtum lista Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna í SVEIT úr vikunni sýndu að veruleg óánægja ríkir með störf heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Tómas segist skilja að rekstraraðilar séu ekki alltaf kampakátir með eftirlitsaðila sína en harmar að veitingamenn telji annarlegar hvatir liggja að baki. „Við áttum okkur á því að við séum eftirlitsaðilar og þurfum að fylgja ákveðnum reglum sem geta verið íþyngjandi. Þá erum við ekkert alltaf vinsælust,“ segir Tómas. „Það vekur hins vegar áhyggjur hjá okkur að aðilar telji að við búum yfir neikvæðu viðmóti, lýsa vantrausti gangvart okkur og hvað þá hræðslu við að fara á svartan lista. Þá viljum við skoða það sérstaklega vel því þannig vinnum við ekki.“ Tómas segir starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins vera vandað fagfólk sem fari í eftirlit án þess að vera búið að mynda sér skoðun fyrir fram. „Það er enginn svartur listi hjá okkur um hvaða fyrirtæki eru góð eða vond,“ segir Tómas sem vísar frá ásökunum Einars Bárðarsonar um að veitingamönnum sé refsað fyrir að tjá sig. „Mínu starfsfólki finnst ekkert skemmtilegt að vera sakað um óheiðarleika í miðlum en við getum hins vegar ekkert stungið hausnum í sandinn. Þegar við fáum svona ábendingar þá verðum við sannarlega að líta inn á við og skoða hvað við getum betur gert,“ segir hann. Erfiðara að fara í eftirlit Tómas segir umræðuna undanfarið hafa gert eftirlitsfólki erfiðara fyrir. „Þessi neikvæða umræða hefur valdið því að viðmót rekstraraðila í garð eftirlitsfólks er orðið neikvætt. Sumir telja að það sé hreinlega orðið erfiðara að fara í eftirlit en áður þar sem aðilar telji sig hafa meira skotleyfi á okkur,“ segir Tómas. Sömuleiðis segir hann hafa borið meira á því að rekstraraðilar krefjist óþarflega ítarlegra leiðbeininga, jafnvel að heilbrigðiseftirlitið sé beðið um að sýna veitingamönnum nákvæmlega hvernig eigi að bæta úr málunum. En af því það var líka umræða um leiðbeiningar „Okkur ber að leiðbeina mjög vel, við eigum að veita leiðbeiningar og upplýsingar. Hins vegar hefur borið á því að aðilar hafa verið að biðja okkur að ganga lengra, veita meiri upplýsingar og ráðgjöf en okkur er heimilt,“ segir Tómas. „Við getum ekki farið að teikna upp rými fyrir aðila, segja þeim hvernig rýmin eigi að vera uppbyggð. Okkar ráðgjöf sé að benda á hvernig hlutir séu ófullnægjandi,“ bætir hann við. Heilbrigðiseftirlitið fundaði með SVEIT í dag og sagði Tómas þann fund hafa verið mjög góðan og ýmsum spurningum verið svarað á báða bóga. Reykjavík Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafi enn ekki fengið starfsleyfi afhent 231 degi síðan þeir lögðu fram umsókn. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), velti því fyrir sér í því samhengi hvort ákvörðun rekstraraðila um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli. Fréttastofa ræddi við Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sem sagðist ekki hafa heimild til að tjá sig um mál einstakra rekstraraðila en sagði þó að langur málsmeðferðartími á veitingu starfsleyfa, eins og í tilviki Hygge, strandi ekki á Heilbrigðiseftirlitinu. Afgreiðslan taki viku í mesta lagi „Okkar ferill tekur ekki meira en svona viku. Ef aðilar sækja um og öll gögn fylgja sem eiga að fylgja, viðkomandi er búinn að afla sér jákvæðrar umsagnar byggingarfulltrúa og allt er í lagi þá tekur afgreiðslan hjá okkur ekki nema viku, í mesta lagi,“ segir Tómas. Heilbrigðiseftirlitið heldur afgreiðslufund einu sinni í viku þar sem öll mál eru tekin fyrir og afgreidd. „Meira að segja höfum við verið mjög liðleg og jákvæð í því að halda auka-afgreiðslufundi ef rekstraraðilum liggur mjög á. Það hefur ítrekað komið fyrir að rekstraraðilar hafi sótt um og fengið leyfi nánast um leið,“ segir hann. Veiting starfsleyfa strandi á öðrum atriðum. „Þetta stoppar ekki hjá okkur. Það sem þetta stoppar á eru einhverjar kröfur í löggjöfinni, að aðilar hafi ekki skilað viðeigandi gögnum eða fyrir liggur neikvæð umsögn byggingarfulltrúans,“ segir Tómas. „Samkvæmt löggjöfinni þá er það skilyrði fyrir útgáfu leyfis að fyrir liggi jákvæð umsögn byggingarfulltrúa.“ Núverandi regluverk enn of íþyngjandi Tómas segir að flókið rekstrarumhverfi núverandi kerfis byggist á þeirri löggjöf sem við búum við. „Heilbrigðiseftirlitið setur ekki lögin og reglurnar sem við förum eftir. Það eru ráðuneytin og Alþingi sem gera það. Við fáum þetta bara í hendurnar,“ segir Tómas. „Eins og löggjöfin hefur verið núna, er flækjustigið óvenjumikið. Auðvitað þarf að uppfylla ákveðin skilyrði út frá matvælaöryggi og byggingarfulltrúi þarf að gera sitt. Í ofanálag voru reglurnar þannig að það þurfti að auglýsa starfsleyfi veitingastaða í fjórar vikur,“ segir hann. Síðasta ríkisstjórn setti þá reglugerð að auglýsa þyrfti hvert einasta starfsleyfi á vef heilbrigðiseftirlitsins í fjórar vikur áður en leyfi væri veitt. Regluverkið flæktist fyrir nýjum leyfishöfum Kastrup þar til Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, afnam það að hluta í síðasta mánuði. „Það er búið að breyta því að hluta, veitingastaðir þurfa ekki lengur að fara í fjögurra vikna auglýsingaferli en ýmiss annar rekstur þarf það ennþá,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi sundlaugar, skóla og gististaði. „Við höfum bent ráðuneytinu á að æskilegra væri að skoða löggjöfina í heild frekar en að taka einn flokk út. Okkur finnst þetta ákvæði enn of íþyngjandi,“ segir hann. Regluverkið gefur almenningi færi á að koma athugasemdum á framfæri er varðar útgáfu starfsleyfa. Tómas segir að regluverkið eigi helst við um stærri rekstur eins og verksmiðjur en sé óþarflega íþyngjandi fyrir smærri rekstur. Enginn á svörtum lista Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna í SVEIT úr vikunni sýndu að veruleg óánægja ríkir með störf heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Tómas segist skilja að rekstraraðilar séu ekki alltaf kampakátir með eftirlitsaðila sína en harmar að veitingamenn telji annarlegar hvatir liggja að baki. „Við áttum okkur á því að við séum eftirlitsaðilar og þurfum að fylgja ákveðnum reglum sem geta verið íþyngjandi. Þá erum við ekkert alltaf vinsælust,“ segir Tómas. „Það vekur hins vegar áhyggjur hjá okkur að aðilar telji að við búum yfir neikvæðu viðmóti, lýsa vantrausti gangvart okkur og hvað þá hræðslu við að fara á svartan lista. Þá viljum við skoða það sérstaklega vel því þannig vinnum við ekki.“ Tómas segir starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins vera vandað fagfólk sem fari í eftirlit án þess að vera búið að mynda sér skoðun fyrir fram. „Það er enginn svartur listi hjá okkur um hvaða fyrirtæki eru góð eða vond,“ segir Tómas sem vísar frá ásökunum Einars Bárðarsonar um að veitingamönnum sé refsað fyrir að tjá sig. „Mínu starfsfólki finnst ekkert skemmtilegt að vera sakað um óheiðarleika í miðlum en við getum hins vegar ekkert stungið hausnum í sandinn. Þegar við fáum svona ábendingar þá verðum við sannarlega að líta inn á við og skoða hvað við getum betur gert,“ segir hann. Erfiðara að fara í eftirlit Tómas segir umræðuna undanfarið hafa gert eftirlitsfólki erfiðara fyrir. „Þessi neikvæða umræða hefur valdið því að viðmót rekstraraðila í garð eftirlitsfólks er orðið neikvætt. Sumir telja að það sé hreinlega orðið erfiðara að fara í eftirlit en áður þar sem aðilar telji sig hafa meira skotleyfi á okkur,“ segir Tómas. Sömuleiðis segir hann hafa borið meira á því að rekstraraðilar krefjist óþarflega ítarlegra leiðbeininga, jafnvel að heilbrigðiseftirlitið sé beðið um að sýna veitingamönnum nákvæmlega hvernig eigi að bæta úr málunum. En af því það var líka umræða um leiðbeiningar „Okkur ber að leiðbeina mjög vel, við eigum að veita leiðbeiningar og upplýsingar. Hins vegar hefur borið á því að aðilar hafa verið að biðja okkur að ganga lengra, veita meiri upplýsingar og ráðgjöf en okkur er heimilt,“ segir Tómas. „Við getum ekki farið að teikna upp rými fyrir aðila, segja þeim hvernig rýmin eigi að vera uppbyggð. Okkar ráðgjöf sé að benda á hvernig hlutir séu ófullnægjandi,“ bætir hann við. Heilbrigðiseftirlitið fundaði með SVEIT í dag og sagði Tómas þann fund hafa verið mjög góðan og ýmsum spurningum verið svarað á báða bóga.
Reykjavík Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira