Engin U-beygja hjá Play Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 12:02 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir félagið halda áfram á þeirri vegferð sem lagt hafi verið upp með í fyrra. Vísir/Einar Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Tilkynnt var í gær að hætt hafi verið við áform um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Yfirtökuhópurinn var leiddur af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni en samhliða tilkynningunni voru meiriháttar breytingar boðaðar á viðskiptalíkani félagsins, svo sem eins og að hætt verði með Ameríkuflug frá og með október 2025 og að flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Einar Örn Ólafsson forstjóri Play segir breytingarnar enn standa til þrátt fyrir að hætt hafi verið við áformin um yfirtöku. „Breytingarnar sem voru kynntar fyrir nokkrum vikum, þær standa, við erum með býsna stóra sumardagskrá eins og við höfðum verið með í sölu alllengi og erum að fljúga til Bandaríkjanna meira og minna út október og á þessa N-Evrópu staði en frá og með nóvember þá fækkar vélum í rekstri hjá okkur og verða þá einkum þessar sólarlandaferðir sem við verðum að sinna en eitthvað Norður-Evrópu og Vestur-Evrópu.“ Félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. „Við sóttum síðan þetta fjármagn sem við höfðum sagt að þyrfti að leggja félaginu til en þriðji hluturinn sem var afskráning það kom í ljós að meirihluti hluthafa deildi ekki þeirri skoðun með okkur að það væri besta leiðin áfram heldur vildi hafa félagið áfram skráð og það var þá ekkert nema sjálfsagt að taka tillit til þeirra óska.“ Einar segist ekki hafa áhyggjur af því að tíðar tilkynningar tengdar breytingum og rekstri félagsins geti orðið til þess að grafa undan trú almennings á flugfélaginu. „Við erum ekki að taka U-beygjur í hvert sinn sem við sendum frá okkur tilkynningu, síðasta haust töluðum við um að minnka vægi Ameríkuflugsins og svo tökum við skrefið lengra núna, þannig við erum ekki að taka U-beygjur, við erum á vegferð og nú erum við að taka skrefið til fulls sem var kynnt fyrir ári síðan.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent