Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2025 22:28 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir svokallaðar „ósýnilegar stöðumælasektir“ ekki eiga að líðast hér á landi. Hann kallar eftir því að stjórnvöld feti í fótspor Dana sem hafa bannað þannig sektir. Frá því í nóvember 2023 hefur Bílastæðasjóður Reykjavíkur ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja, heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimabanka og tilkynningu á Ísland.is. Ákvörðunin var rökstudd með að verið væri að innleiða nýja tækni í eftirliti, auk þess sem það væri umhverfisvænna að sleppa prentun. Neytendur eru margir hverjir afar ósáttir með fyrirkomulagið og segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að hann fái nánast daglega kvörtun vegna þess sem hann kallar „villta vestrið“ í bílastæðamálum. Sektirnar eigi það til að berast mjög seint og þeir sem sektaðir eru hafa enga hugmynd um hvað þeir gerðu af sér. „Það virðist vera að það sé markmið í sjálfu sér að sekta eins mikið og hægt er, bara eins og vindurinn. Þá án þess að láta fólk vita og af hverju eða hvar sektin á uppruna sinn. Fólk á skýlausan rétt á því að vita fyrir hvað það er að greiða, jafnvel þó það sé sekt. Það á ekki að líðast að fá ótilgreindar upphæðir í rukkun í heimabanka án þess að neitt standi þar á bak við,“ segir Breki. Þetta fyrirkomulag var notað í Danmörku í um tíu ár, en í síðustu viku setti samgönguráðherrann þar reglugerð um að fólk þurfi ekki að greiða stöðumælasektir, nema að stöðumælavörður setji miða á bílinn. „Ég held að íslensk stjórnvöld hljóti að fylgja í fótspor Dana og geri þetta útlægt, að hægt sé að sekta hægri vinstri og ekki láta fólk vita,“ segir Breki. Neytendur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Frá því í nóvember 2023 hefur Bílastæðasjóður Reykjavíkur ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja, heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimabanka og tilkynningu á Ísland.is. Ákvörðunin var rökstudd með að verið væri að innleiða nýja tækni í eftirliti, auk þess sem það væri umhverfisvænna að sleppa prentun. Neytendur eru margir hverjir afar ósáttir með fyrirkomulagið og segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að hann fái nánast daglega kvörtun vegna þess sem hann kallar „villta vestrið“ í bílastæðamálum. Sektirnar eigi það til að berast mjög seint og þeir sem sektaðir eru hafa enga hugmynd um hvað þeir gerðu af sér. „Það virðist vera að það sé markmið í sjálfu sér að sekta eins mikið og hægt er, bara eins og vindurinn. Þá án þess að láta fólk vita og af hverju eða hvar sektin á uppruna sinn. Fólk á skýlausan rétt á því að vita fyrir hvað það er að greiða, jafnvel þó það sé sekt. Það á ekki að líðast að fá ótilgreindar upphæðir í rukkun í heimabanka án þess að neitt standi þar á bak við,“ segir Breki. Þetta fyrirkomulag var notað í Danmörku í um tíu ár, en í síðustu viku setti samgönguráðherrann þar reglugerð um að fólk þurfi ekki að greiða stöðumælasektir, nema að stöðumælavörður setji miða á bílinn. „Ég held að íslensk stjórnvöld hljóti að fylgja í fótspor Dana og geri þetta útlægt, að hægt sé að sekta hægri vinstri og ekki láta fólk vita,“ segir Breki.
Neytendur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira