Innlent

Skip­stjóri hand­tekinn í Reykja­víkur­höfn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Var það vegna gruns um stjórn skips undir áhrifum fíkniefna að sögn lögreglu.
Var það vegna gruns um stjórn skips undir áhrifum fíkniefna að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm

Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík.

Var það vegna gruns lögreglu um að hann hefði stjórnað skipi sínu undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá í nótt.

Í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hlemmi voru tveir einstaklingar einnig handteknir fyrir þjófnað úr verslun í Laugardalnum. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×