Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2025 23:51 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er stofnandi Trés lífsins. Vísir/Sigurjón Stofnandi sjálfseignarstofnunar sem fær ekki að starfsrækja bálstofu segir ákvörðun dómsmálaráðherra vera vonbrigði. Stefnt er á að ný líkbrennsla Kirkjugarðanna verði tekin í gagnið á næsta ári. Einu bálstofu landsins má finna í Fossvogi. Ofnarnir voru byggðir árið 1948 og eru þeir elstu á Norðurlöndunum sem eru enn starfræktir. Á næsta ári er stefnt á að hætta notkun þeirra og nýr ofn tekinn í notkun í Gufunesi. Viljayfirlýsing milli ríkis og Kirkjugarða Reykjavíkur um fjárframlag til uppbyggingar brennslunnar var undirrituð á föstudag en líkbrennslan í Fossvogi stenst ekki nútímakröfur um mengunarvarnir. Íbúar í hverfinu hafa lengi kvartað yfir menguninni. Þá er starfræktur leikskóli við hliðina á bálstofunni. Nýi ofninn í Gufunesi mun hins vegar ekkert menga frá sér að sögn Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum svo ný bálstofa verði tilbúin sem fyrst og verður hún gjaldfrjáls og opin öllum óháð trú- og lífsskoðunum. Undirritunin átti sér langan aðdraganda og hafði sjálfseignarstofnunin Tré lífsins lengi barist fyrir því að fá að taka við rekstrinum. Það kom Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, á óvart að frekar var ákveðið að halda honum hjá Kirkjugörðunum. „Ég verð að viðurkenna það að fyrir okkur voru þetta gríðarleg vonbrigði. Þetta kom okkur virkilega á óvart. Þetta er ekki sú niðurstaða sem við héldum að yrði á málinu. Að okkar mati hafi samfélagslegri nýsköpun, frelsi og fjölbreytileika verið hafnað á kostnað einhvers annars,“ segir Sigríður Bylgja. Tré lífsins hafi verið í samskiptum við ríkið svo árum skiptir. Þrátt fyrir ákvörðunina heldur Sigríður Bylgja í vonina. „Við undrumst þessa ákvörðun og veltum því fyrir okkar hvort samstaða sé um hana meðal ríkisstjórnaflokkanna. Og það sem þau vilja standa fyrir. Við í rauninni vonum til þess að hægt verði að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, því við erum enn til í að taka við þessu hlutverki og gera það í góðu samstarfi við öll,“ segir Sigríður Bylgja. Kirkjugarðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Einu bálstofu landsins má finna í Fossvogi. Ofnarnir voru byggðir árið 1948 og eru þeir elstu á Norðurlöndunum sem eru enn starfræktir. Á næsta ári er stefnt á að hætta notkun þeirra og nýr ofn tekinn í notkun í Gufunesi. Viljayfirlýsing milli ríkis og Kirkjugarða Reykjavíkur um fjárframlag til uppbyggingar brennslunnar var undirrituð á föstudag en líkbrennslan í Fossvogi stenst ekki nútímakröfur um mengunarvarnir. Íbúar í hverfinu hafa lengi kvartað yfir menguninni. Þá er starfræktur leikskóli við hliðina á bálstofunni. Nýi ofninn í Gufunesi mun hins vegar ekkert menga frá sér að sögn Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra kirkjugarða Reykjavíkur. Áhersla verður lögð á að flýta framkvæmdum svo ný bálstofa verði tilbúin sem fyrst og verður hún gjaldfrjáls og opin öllum óháð trú- og lífsskoðunum. Undirritunin átti sér langan aðdraganda og hafði sjálfseignarstofnunin Tré lífsins lengi barist fyrir því að fá að taka við rekstrinum. Það kom Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, á óvart að frekar var ákveðið að halda honum hjá Kirkjugörðunum. „Ég verð að viðurkenna það að fyrir okkur voru þetta gríðarleg vonbrigði. Þetta kom okkur virkilega á óvart. Þetta er ekki sú niðurstaða sem við héldum að yrði á málinu. Að okkar mati hafi samfélagslegri nýsköpun, frelsi og fjölbreytileika verið hafnað á kostnað einhvers annars,“ segir Sigríður Bylgja. Tré lífsins hafi verið í samskiptum við ríkið svo árum skiptir. Þrátt fyrir ákvörðunina heldur Sigríður Bylgja í vonina. „Við undrumst þessa ákvörðun og veltum því fyrir okkar hvort samstaða sé um hana meðal ríkisstjórnaflokkanna. Og það sem þau vilja standa fyrir. Við í rauninni vonum til þess að hægt verði að taka þessa ákvörðun til endurskoðunar, því við erum enn til í að taka við þessu hlutverki og gera það í góðu samstarfi við öll,“ segir Sigríður Bylgja.
Kirkjugarðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira