Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 14:03 Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Anton Brink Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Með því breytir hann tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar og þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra leggur til þá breytingu á tillögu verkefnisstjórnar að virkjunarkostur fari í nýtingarflokk. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að tillaga Jóhanns Páls hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en með henni sé lögð til breyting á tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar, sem hafi lagt til við ráðherra í maí síðastliðnum að allir tíu vindorkukostirnir í fimmta áfanga rammaáætlunar færu í biðflokk. Jákvæðari umsagnir en um aðra kosti Í rökstuðningi ráðherra sé bent á að virkjunarkosturinn hafi fengið jákvæðari umsagnir frá faghópum rammaáætlunar en aðrir kostir sem voru til umfjöllunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag, og að meiri sátt virðist ríkja um kostinn í nærsamfélaginu en um aðra vindorkukosti. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins sé lögð áhersla á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Að mati ráðherra eigi þeir virkjunarkostir að ganga fyrir sem eru í senn hagkvæmir og fela í sér minnstu umhverfisáhrifin. „Við tökum eitt skref í einu í vindorkunni og gefum ekki grænt ljós á frekari framkvæmdir fyrr en skýr rammi og lagaumgjörð liggur fyrir. Þar verður lögð áhersla á að verja náttúruverðmætin sem við eigum hérna saman og tryggja sátt og samstöðu í nærsamfélaginu,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu. Kynnir vindorkustefnu Þá er haft eftir honum að Garpsdalur í Reykhólahreppi sé sá vindorkukostur sem hafi fengið jákvæðustu umsögnina frá faghópum rammaáætlunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag. „Ég hef ákveðið að setja af stað samráðsferli um að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar og stefni að því að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis samhliða kynningu á vindorkustefnu og breyttri lagaumgjörð um vindorkunýtingu á næsta löggjafarþingi. Aðrir vindorkukostir í tillögum verkefnisstjórnarinnar munu fá áframhaldandi umfjöllun hjá nýrri verkefnisstjórn rammaáætlunar sem skipuð var 12. júní 2025, en í skipunarbréfi hennar kemur fram að við tillögugerð skuli tekið mið af markmiðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna raforkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land.“ Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykhólahreppur Vindorka Samfylkingin Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að tillaga Jóhanns Páls hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en með henni sé lögð til breyting á tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar, sem hafi lagt til við ráðherra í maí síðastliðnum að allir tíu vindorkukostirnir í fimmta áfanga rammaáætlunar færu í biðflokk. Jákvæðari umsagnir en um aðra kosti Í rökstuðningi ráðherra sé bent á að virkjunarkosturinn hafi fengið jákvæðari umsagnir frá faghópum rammaáætlunar en aðrir kostir sem voru til umfjöllunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag, og að meiri sátt virðist ríkja um kostinn í nærsamfélaginu en um aðra vindorkukosti. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins sé lögð áhersla á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Að mati ráðherra eigi þeir virkjunarkostir að ganga fyrir sem eru í senn hagkvæmir og fela í sér minnstu umhverfisáhrifin. „Við tökum eitt skref í einu í vindorkunni og gefum ekki grænt ljós á frekari framkvæmdir fyrr en skýr rammi og lagaumgjörð liggur fyrir. Þar verður lögð áhersla á að verja náttúruverðmætin sem við eigum hérna saman og tryggja sátt og samstöðu í nærsamfélaginu,“ er haft eftir ráðherra í tilkynningu. Kynnir vindorkustefnu Þá er haft eftir honum að Garpsdalur í Reykhólahreppi sé sá vindorkukostur sem hafi fengið jákvæðustu umsögnina frá faghópum rammaáætlunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag. „Ég hef ákveðið að setja af stað samráðsferli um að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar og stefni að því að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis samhliða kynningu á vindorkustefnu og breyttri lagaumgjörð um vindorkunýtingu á næsta löggjafarþingi. Aðrir vindorkukostir í tillögum verkefnisstjórnarinnar munu fá áframhaldandi umfjöllun hjá nýrri verkefnisstjórn rammaáætlunar sem skipuð var 12. júní 2025, en í skipunarbréfi hennar kemur fram að við tillögugerð skuli tekið mið af markmiðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna raforkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land.“
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykhólahreppur Vindorka Samfylkingin Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira