Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. júlí 2025 12:22 Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir hina umdeildu 72. grein þingskaparlaga ekki til umræðu meðal stjórnarflokkanna. Vísir/Anton Brink Frumvarp um veiðigjöld er eitt á dagskrá Alþingis í dag og búast má við löngum og miklum umræðum. Þingflokksformenn mættu til vikulegs fundar með forseta þingsins í morgun og enn eru þinglokasamningar ekki í höfn. Þingflokksformenn segja rembihnút kominn á viðræðurnar sem sigldu í strand um helgina. Þingfundur hófst í dag klukkan tíu eftir að hefðbundnum mánudagsfundi forseta með þingflokksformönnum lauk. Á fundinum hvatti Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis þingflokkana til að koma sér saman um þinglok en miðað við að veiðigjöldin eru ein á dagskrá í dag er ljóst að árangurinn sem þingflokksformenn tala um í samtölum við fréttastofu sé takmarkaður. „Dagskráin ber þess merki að ekki hafa náðst hér samningar. En þar sem að stjórninni með sín hundrað mál hefur orðið nokkuð ágengt. Stjórnarandstaðan hefur alls ekki flækst fyrir þar sem að heil gomma er þegar orðin að lögum. Þá er einstaka atriði sem út af stendur og eru í ákveðnum hnút. En að mínu mati þarf ekki mikla lagni til að leysa,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Umræðan um umræðuna Allir eru formenn þingflokkanna sammála um að einlægur vilji sé til staðar en þingfundur dagsins hófst á umræðum um fundarstjórn þar sem þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um umræðuna um umræðuna um veiðigjöld. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók fyrst til máls þegar þingfundur hófst klukkan tíu. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum tók til máls á eftir henni, undir liðnum fundastjórn forseta, um það að ræða þyrti fleiri mál en veiðigjaldafrumvarpið. Eiginleg umræða um frumvarpið hófst svo tuttugu mínútur í ellefu. Sex voru á mælendaskrá þegar umræða hófst, þar voru margir á leið í á fertugustu ræðu. Sá sem flestar ræður hefur haldið um málið á mælendaskrá er Njáll Trausti Friðbertsson. Hann mun taka til máls í 53. sinn um málið. Enginn stjórnarþingmaður er á mælendaskrá. Vilja ekki þvinga atkvæðagreiðslu Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, formaður þingflokks Viðreisnar, sögðu báðir að eðlilegast væri að leysa ágreiningsmál fylkinganna með atkvæðagreiðslu. Sigmar Guðmundsson segir það ekki til skoðunar að beita 71. grein þingskaparlaga en hún kveður meðal annars á um að forseti Alþingis eða níu þingmenn geti krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið og málið fært til atkvæðagreiðslu. „Það eru þingsköp í gildi. Við erum ekki komin á þann stað að það sé verið að spekúlera í því,“ segir Sigmar. Ingibjörg Isaksen tekur undir með formönnum þingflokka stjórnarflokkanna. „Það er mikilvægt að semja um þinglok. Það er betra en aðrar leiðir því þannig hefur þetta alltaf verið gert,“ segir hún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. 7. júlí 2025 08:47 Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. 4. júlí 2025 16:56 Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. 4. júlí 2025 08:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Þingfundur hófst í dag klukkan tíu eftir að hefðbundnum mánudagsfundi forseta með þingflokksformönnum lauk. Á fundinum hvatti Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis þingflokkana til að koma sér saman um þinglok en miðað við að veiðigjöldin eru ein á dagskrá í dag er ljóst að árangurinn sem þingflokksformenn tala um í samtölum við fréttastofu sé takmarkaður. „Dagskráin ber þess merki að ekki hafa náðst hér samningar. En þar sem að stjórninni með sín hundrað mál hefur orðið nokkuð ágengt. Stjórnarandstaðan hefur alls ekki flækst fyrir þar sem að heil gomma er þegar orðin að lögum. Þá er einstaka atriði sem út af stendur og eru í ákveðnum hnút. En að mínu mati þarf ekki mikla lagni til að leysa,“ segir Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við fréttastofu. Umræðan um umræðuna Allir eru formenn þingflokkanna sammála um að einlægur vilji sé til staðar en þingfundur dagsins hófst á umræðum um fundarstjórn þar sem þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um umræðuna um umræðuna um veiðigjöld. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók fyrst til máls þegar þingfundur hófst klukkan tíu. Hver stjórnarandstöðuþingmaðurinn á fætur öðrum tók til máls á eftir henni, undir liðnum fundastjórn forseta, um það að ræða þyrti fleiri mál en veiðigjaldafrumvarpið. Eiginleg umræða um frumvarpið hófst svo tuttugu mínútur í ellefu. Sex voru á mælendaskrá þegar umræða hófst, þar voru margir á leið í á fertugustu ræðu. Sá sem flestar ræður hefur haldið um málið á mælendaskrá er Njáll Trausti Friðbertsson. Hann mun taka til máls í 53. sinn um málið. Enginn stjórnarþingmaður er á mælendaskrá. Vilja ekki þvinga atkvæðagreiðslu Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, formaður þingflokks Viðreisnar, sögðu báðir að eðlilegast væri að leysa ágreiningsmál fylkinganna með atkvæðagreiðslu. Sigmar Guðmundsson segir það ekki til skoðunar að beita 71. grein þingskaparlaga en hún kveður meðal annars á um að forseti Alþingis eða níu þingmenn geti krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið og málið fært til atkvæðagreiðslu. „Það eru þingsköp í gildi. Við erum ekki komin á þann stað að það sé verið að spekúlera í því,“ segir Sigmar. Ingibjörg Isaksen tekur undir með formönnum þingflokka stjórnarflokkanna. „Það er mikilvægt að semja um þinglok. Það er betra en aðrar leiðir því þannig hefur þetta alltaf verið gert,“ segir hún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. 7. júlí 2025 08:47 Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. 4. júlí 2025 16:56 Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. 4. júlí 2025 08:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. 7. júlí 2025 08:47
Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. 4. júlí 2025 16:56
Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hafi skilað árangri. Hún vonast til þess að hægt verði að ná formlegu samkomulagi innan tíðar, vonandi strax í dag. 4. júlí 2025 08:36