Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2025 08:00 Trump og Musk hafa eldað saman grátt silfur um nokkurt skeið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu. Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Elon Musk er ríkasti maður heims og undanfarna mánuði hefur hann einnig látið til sín taka á sviði stjórnmála í Bandaríkjunum. Hann fór á fyrstu mánuðum seinni forsetatíðar Trump fyrir sérstakri niðurskurðarstofnum fyrir hönd forsetans en eftir að samstarfi þeirra lauk slitnaði verulega upp úr sambandi þeirra tveggja. Eftir að Trump staðfesti nýja löggjöf sína, stóra fallega frumvarpið, sem felur í sér umfangsmiklar skattalækkanir á hæstu tekjuþrepin samhliða víðtækum niðurskurði í þjónustu við almenning og mikla skuldsetningu ríkissjóðs, sagði Musk: hingað og ekki lengra. Hrista upp í stjórnmálunum eins og Epamínondas Spartverjum Hann tilkynnti um stofnsetningu nýs flokks, Ameríkuflokkin, á samfélagsmiðlum um helgina með ansi strákslegu orðfæri. „Við ætlum að brjóta á bak aftur eins flokks kerfið með aðferð sambærilegri þeirri og Epamínondas beitti þegar hans rústaði mýtunni um ódauðleika Spartverja við Levktru: Gríðarlegt afl á nákvæman stað á vígvellinum.“ Musk hefur reifað hugmyndir um þennan svokallaða Ameríkuflokk um nokkurt skeið. Hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X um miðjan júnímánuð. Ljóst er að Bandaríkjaforseta þykir ekki mikið til þessa fyrirtækis auðkýfingsins suður-afríska koma. „Það hryggir mig að fylgjast með Elon Musk fara gjörsamlega af hjörunum. Þetta hefur eiginlega orðið LESTARSLYS undanfarnar fimm vikur,“ segir hann meðal annars í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sérhagsmunir frekar en hugmyndafræði Bandaríkjaforseti segir meginhvöt Musk stafa af fyrirhuguðu afnámi á niðurgreiðslum úr ríkissjóði á rafbílum. Musk er stofnandi Tesla, eins stærsta framleiðanda rafbíla heims. Þessir valda- og áhrifamiklu menn hafa eldað saman grátt silfur undanfarna mánuði. Musk hefur kallað lagafrumvarp Trump viðurstyggð og Trump á móti reifað að vísa Musk, sem er Suður-Afríkumaður, úr landi þrátt fyrir bandarískan ríkisborgararétt sinn.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira