„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 22:16 Þorsteinn Halldórsson gengur af velli í Bern í kvöld, afar vonsvikinn eins og leikmenn og starfslið. vísir/Anton „Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta. „Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
„Vonbrigði. Þetta er bara staðan í dag. Við töpuðum og þurfum að díla við það. Næsti sólarhringur fer í að takast á við þetta og þjappa okkur saman fyrir síðasta leik,“ sagði Þorsteinn, eftir 2-0 tapið gegn Sviss sem gerir að verkum að Ísland er án stiga eftir tvo leiki af þremur. Vísir spurði Þorstein hvort að hann myndi íhuga stöðu sína sem landsliðsþjálfari, fyrst niðurstaðan varð þessi, en svo skömmu eftir leik var svarið: „Auðvitað skil ég alveg spurninguna og hvað er krafa, eða hvernig ég á að orða það. Þetta er bara eðlilegur hluti af því að vera þjálfari. En ég hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik. Ég er ekki að fara að leggjast yfir það. Ég ætla að klára þetta mót og væntanlega eftir mót þá sest ég niður með mínum yfirmönnum og við förum yfir stöðuna,“ sagði Þorsteinn en hann er með samning við KSÍ sem gildir yfir undan- og mögulega lokakeppni HM 2027. „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu að nota hann“ Íslenska liðið ógnaði talsvert með löngum innköstum í kvöld en að öðru leyti gekk afar illa að skapa hættu: „Ef þú hefur einhvern styrkleika þá þarftu líka að nota hann. Það er ekkert að því að nota löng innköst til að skapa færi. Auðvitað hefði maður viljað sjá mark þarna í alla vega einu tilfellinu. Við sköpuðum ekki mikið af opnum færum í þessum leik, það er alveg ljóst, og áttum í erfiðleikum þegar við komumst á síðasta þriðjung með að búa eitthvað til. Það gekk illa í dag. Við komum okkur í góðar stöður sem við náðum ekki að nýta. Þessi leikur var bara svona en eftir því sem leið á seinni hálfleikinn fannst mér við vera að ná tökum á þessu, en svo kemur þetta mark upp úr því að við töpum boltanum á slæmum stað og fáum á okkur hraða sókn,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33 Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02 Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Ísland mátti sætta sig við 2-0 tap gegn heimakonum á Evrópumeistaramótinu í Sviss en úrslitin þýða að Ísland á ekki möguleika á að komast upp úr riðlinum þrátt fyrir að eiga einn leik eftir. 6. júlí 2025 21:33
Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Svisslendingar skipuðu boltasæki á Wankdorf-vellinum í Bern að fjarlægja handklæði sem Sveindís Jane Jónsdóttir hafði notað til að þurrka boltann fyrir löng innköst sín. 6. júlí 2025 20:02
Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn 6. júlí 2025 16:02