Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 10:30 Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum á miðvikudaginn. Getty/Aitor Alcalde Sandra María Jessen verður í ansi öðru umhverfi en hún hefur vanist í sumar, þegar hún stígur inn á troðfullan 30.000 manna Wankdorf-leikvanginn í kvöld eftir að hafa spilað inni í Boganum með Þór/KA. Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Sjá meira
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03
„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05