Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 09:00 Alisha Lehmann og Sveindís Jane Jónsdóttir gætu mæst í Bern í kvöld en það verður þó að segjast að Sveindís er í mikið stærra hlutverki hjá Íslandi en Lehmann hjá Sviss. Samsett/Getty Stærsta stjarna svissneska liðsins, sem Ísland mætir á EM í kvöld, er alls ekki besti leikmaður liðsins. Alisha Lehmann er með 17 milljón fylgjendur á Instagram, langflesta af öllum fótboltakonum í heiminum. Sveindís Jane Jónsdóttir segir það gefa leiknum aukakrydd að Sviss sé með Lehmann innanborðs. Lehmann, sem er 26 ára gömul, hefur verið leikmaður Juventus síðustu misseri en var áður hjá Aston Villa og West Ham á Englandi. Þá á hún að baki fjölda landsleikja en er þó ekki ein af þeim sem þjálfarinn Pia Sundhage treystir helst á. Sveindís er sjálf virk á samfélagsmiðlum og segir það vel gert hjá Lehmann hve miklum vinsældum hún hafi náð á Instagram. „Ég held að hún hafi búið til sinn fylgjendahóp bara sjálf. Fínasti leikmaður en ég hef ekki séð hana spila mikið. Hún er alla vega í þessu landsliði og hefur örugglega unnið fyrir því sjálf,“ sagði Sveindís aðspurð um Lehmann í hótelgarði landsliðsins um helgina, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Sveindís hrósaði stjörnu Sviss „Ég veit ekki hvort hún spili á móti okkur en ég held að það yrði bara skemmtilegt. Stuðningsfólk Sviss yrði mjög ánægt með að fá hana inn á. Við spiluðum við þær fyrir tveimur árum og það trylltist allt þegar hún kom inn á. Ég þekki hana voða lítið en hef heyrt góða hluti um hana og hún er flott manneskja. Flott hjá henni að hafa búið til svona góðan og stóran fylgjendahóp,“ sagði Sveindís. Kemur fyrir að ljót skilaboð berist Lehmann hefur sjálf talað um það að allri athyglinni geti fylgt leiðindi og ljót skilaboð en Sveindís tengir lítið við það: „Ég held að hún sé með svona 17 milljón followers þannig að það er kannski smámunur þarna á milli,“ sagði Sveindís og hló, áður en hún bætti við: „Ég alla vega tengi lítið við það. En það getur alveg komið fyrir að það séu einhverjir með ljót skilaboð sem þeir senda á mann en maður á ekkert að vera að pæla í því. Þau eru oftast undir leyndum notendanöfnum og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að spá neitt í.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
Lehmann, sem er 26 ára gömul, hefur verið leikmaður Juventus síðustu misseri en var áður hjá Aston Villa og West Ham á Englandi. Þá á hún að baki fjölda landsleikja en er þó ekki ein af þeim sem þjálfarinn Pia Sundhage treystir helst á. Sveindís er sjálf virk á samfélagsmiðlum og segir það vel gert hjá Lehmann hve miklum vinsældum hún hafi náð á Instagram. „Ég held að hún hafi búið til sinn fylgjendahóp bara sjálf. Fínasti leikmaður en ég hef ekki séð hana spila mikið. Hún er alla vega í þessu landsliði og hefur örugglega unnið fyrir því sjálf,“ sagði Sveindís aðspurð um Lehmann í hótelgarði landsliðsins um helgina, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Sveindís hrósaði stjörnu Sviss „Ég veit ekki hvort hún spili á móti okkur en ég held að það yrði bara skemmtilegt. Stuðningsfólk Sviss yrði mjög ánægt með að fá hana inn á. Við spiluðum við þær fyrir tveimur árum og það trylltist allt þegar hún kom inn á. Ég þekki hana voða lítið en hef heyrt góða hluti um hana og hún er flott manneskja. Flott hjá henni að hafa búið til svona góðan og stóran fylgjendahóp,“ sagði Sveindís. Kemur fyrir að ljót skilaboð berist Lehmann hefur sjálf talað um það að allri athyglinni geti fylgt leiðindi og ljót skilaboð en Sveindís tengir lítið við það: „Ég held að hún sé með svona 17 milljón followers þannig að það er kannski smámunur þarna á milli,“ sagði Sveindís og hló, áður en hún bætti við: „Ég alla vega tengi lítið við það. En það getur alveg komið fyrir að það séu einhverjir með ljót skilaboð sem þeir senda á mann en maður á ekkert að vera að pæla í því. Þau eru oftast undir leyndum notendanöfnum og eitthvað sem maður ætti ekki að vera að spá neitt í.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Sjá meira
„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03
Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00
Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30