„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2025 11:05 Það er vissulega óvanalegt að lið mætist þrisvar á hálfu ári en sú er raunin hjá Íslandi og Sviss. Báðir leikir liðanna í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári enduðu með jafntefli. vísir/Anton „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. Sandra María og Sveindís Jane Jónsdóttir eru sammála um að íslenska liðið viti nákvæmlega hvað það þarf að gera í leiknum í Bern annað kvöld. Liðin þekkjast vel eftir að hafa til að mynda mæst í Þjóðadeildinni á þessu ári, þar sem þau gerðu markalaust jafntefli í Sviss en svo 3-3 jafntefli í Laugardal í apríl. „Þetta er fínasta lið,“ segir Sveindís. „Flott fótboltalið sem vill halda í boltann, spilar ágætlega og voru mjög sóknarsinnaðar í síðasta leik. Við vitum hvað við ætlum að gera á móti því,“ bætir hún við en Sviss tapaði 2-1 gegn Noregi á miðvikudag og er því með bakið upp við vegg, líkt og Ísland: „Við þekkjum þær frekar vel, þetta er þriðji leikurinn á stuttum tíma sem er mjög óvanalegt, en það líka bara gott fyrir okkur. Við getum farið vel yfir þá leiki sem við spiluðum á móti þeim og tökum svo auðvitað einhverjar klippur úr þessum leik sem þær spiluðu á móti Noregi. Við ætlum að gera okkar besta og vinna þennan leik,“ segir Sveindís. Klippa: Sveindís um Sviss Sandra María tekur í sama streng: „Þetta er lið sem við erum búnar að mæta oft undanfarið svo við þekkjum inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem að klikkaði í fyrri hálfleik [í Laugardal í apríl] og hvað við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur, og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá fyrstu mínútu í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist sem verði þess valdandi að þetta sé „all or nothing“. Maður er bara jákvæður,“ segir Sandra. Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 19 að íslenskum tíma annað kvöld, eða klukkan 21 að staðartíma. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00 Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. 4. júlí 2025 16:03 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30 Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. 4. júlí 2025 15:02 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Sandra María og Sveindís Jane Jónsdóttir eru sammála um að íslenska liðið viti nákvæmlega hvað það þarf að gera í leiknum í Bern annað kvöld. Liðin þekkjast vel eftir að hafa til að mynda mæst í Þjóðadeildinni á þessu ári, þar sem þau gerðu markalaust jafntefli í Sviss en svo 3-3 jafntefli í Laugardal í apríl. „Þetta er fínasta lið,“ segir Sveindís. „Flott fótboltalið sem vill halda í boltann, spilar ágætlega og voru mjög sóknarsinnaðar í síðasta leik. Við vitum hvað við ætlum að gera á móti því,“ bætir hún við en Sviss tapaði 2-1 gegn Noregi á miðvikudag og er því með bakið upp við vegg, líkt og Ísland: „Við þekkjum þær frekar vel, þetta er þriðji leikurinn á stuttum tíma sem er mjög óvanalegt, en það líka bara gott fyrir okkur. Við getum farið vel yfir þá leiki sem við spiluðum á móti þeim og tökum svo auðvitað einhverjar klippur úr þessum leik sem þær spiluðu á móti Noregi. Við ætlum að gera okkar besta og vinna þennan leik,“ segir Sveindís. Klippa: Sveindís um Sviss Sandra María tekur í sama streng: „Þetta er lið sem við erum búnar að mæta oft undanfarið svo við þekkjum inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem að klikkaði í fyrri hálfleik [í Laugardal í apríl] og hvað við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur, og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá fyrstu mínútu í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist sem verði þess valdandi að þetta sé „all or nothing“. Maður er bara jákvæður,“ segir Sandra. Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 19 að íslenskum tíma annað kvöld, eða klukkan 21 að staðartíma.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00 Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. 4. júlí 2025 16:03 Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30 Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. 4. júlí 2025 15:02 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ „Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa. 4. júlí 2025 22:00
Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Katla Tryggvadóttir segir það draum að rætast að hafa spila sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir Íslands hönd. Stór áfangi að nást en aukaatriði fyrir Kötlu sem segir liðið allt vera að vinna að sama markmiðinu. 4. júlí 2025 16:03
Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss. 4. júlí 2025 17:30
Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Það mátti heyra á þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem voru til viðtals í dag á hótelsvæði liðsins að morgunverðarheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, hafi stappað í þær stálinu eftir vonbrigði í fyrsta leik gegn Finnlandi á EM á dögunum. 4. júlí 2025 15:02