Ís­land úr leik með tapi í kvöld

Siggeir Ævarsson skrifar
Caroline Graham Hansen fagnar sigurmarkinu
Caroline Graham Hansen fagnar sigurmarkinu Vísir/Getty

Noregur er kominn í lykilstöðu á toppi A-riðils á Evrópumeistaramóti kvenna með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Finnum í kvöld. Úrslitin þýða að íslenska liðið er úr leik ef það tapar gegn Sviss á eftir.

Noregur komst yfir strax á 3. mínútu þegar Eva Nyström varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Finnland jafnaði svo með marki frá Oona Sevenius á 32. mínútu og allt jafnt í hálfleik.

Finnar voru nokkuð sterkari aðilinn í seinni hálfleik en tókst ekki að skapa sér nógu afgerandi færi. Það var því nokkuð gegn gangi leiksins þegar Caroline Graham Hansen skoraði það sem kallast á fagmálinu „grísamark“ þegar fyrirgjöf hennar endaði í stönginni og lak í markið.

Úrslitin þýða að Noregur er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og nánast ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Íslandi gegn Sviss á eftir. Tap sendir stelpurnar okkar heim og jafntefli gerir stöðuna mjög snúna og mögulega þarf að kalla út Eurovision dómnefndina til að reikna úr hvaða lið kemst áfram og hvaða lið sitja eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira