Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júlí 2025 14:32 Halldór Árnason er vel vanur því að fara með Breiðablik á Balkanskagann. vísir Breiðablik þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Aftureldingu í gær og flýgur svo út á morgun til Albaníu fyrir leik liðsins gegn Egnatia í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þjálfarinn Halldór Árnason segir þetta sannarlega sama félag, en alls ekki sama lið og Víkingur mætti fyrir ári síðan. „Það er ekki auðvelt að komast til Albaníu hvenær sem manni hentar þannig að það var einfaldast. Við fljúgum til Köben og þaðan yfir til Tirana [höfuðborg Albaníu] og þaðan til Durres þar sem við munum vera á hóteli, bær sem er mitt á milli Tirana og borgarinnar þar sem Egnatia er staðsett og leikurinn mun fara fram“ sagði Halldór Árnarson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi. Breiðablik hefur þurft að fara í löng ferðalög fyrir Evrópuleikina, í fyrstu umferðinni undanfarin ár hefur liðið farið til Svartfjallalands, Bosníu, Kósóvó og tvisvar til Norður-Makedóníu. „Ég eyði sumrunum mínum meira og minna hérna, á þessum slóðum, sem er bara besta“ sagði Halldór, vel kunnugur staðháttum við Balkanskaga. Hann var hins vegar mjög ósáttur með síðasta leik liðsins fyrir ferðina til Albaníu, þegar Breiðablik gerði 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu. Sjá einnig: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sama félag en allt annað lið Helsti erkifjandi Breiðabliks, Víkingur, mætti Egnatia í fyrra og vann einvígið 2-1 samanlagt til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Halldór segir liðið hafa gjörbreyst frá því í fyrra, með mikilli endurnýjun á leikmannahópnum. „Þetta er vissulega sama félag, en mjög langt frá því að vera sama lið. Ég held að það séu þrír leikmenn sem eru í hlutverki hjá þeim ennþá núna. Þannig að það er svosem ekkert á því að græða, að Víkingur hafi spilað við þá. Þeir hafa breyst mikið þannig að við horfum meira í leikina hjá þeim nýlega. Þeir kláruðu tímabilið núna í maí, tryggðu sér titilinn í úrslitaleik. Þannig að við horfum bara í þá leiki og æfingaleikina sem þeir hafa verið að spila núna“ sagði Halldór, spurður hvort hann hafi séð veikleika hjá liðinu þegar Víkingur spilaði við það. Leikur Egnatia og Breiðablik fer fram næsta þriðjudag klukkan sjö og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Tengdar fréttir Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslandsmeistarar Breiðabliks fataðist flugið í Mosfellsbæ í kvöld þegar liðið missti 0-2 forystu úr greipum sér, lokatölur 2-2. Heimamenn í Aftureldingu náðu þar með að tryggja sér gott stig og færst því nær efri hlutanum í Bestu deildinni. Blikar urðu hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. 3. júlí 2025 21:17 Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum. 4. júlí 2025 09:35 Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags. 4. júlí 2025 11:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
„Það er ekki auðvelt að komast til Albaníu hvenær sem manni hentar þannig að það var einfaldast. Við fljúgum til Köben og þaðan yfir til Tirana [höfuðborg Albaníu] og þaðan til Durres þar sem við munum vera á hóteli, bær sem er mitt á milli Tirana og borgarinnar þar sem Egnatia er staðsett og leikurinn mun fara fram“ sagði Halldór Árnarson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi. Breiðablik hefur þurft að fara í löng ferðalög fyrir Evrópuleikina, í fyrstu umferðinni undanfarin ár hefur liðið farið til Svartfjallalands, Bosníu, Kósóvó og tvisvar til Norður-Makedóníu. „Ég eyði sumrunum mínum meira og minna hérna, á þessum slóðum, sem er bara besta“ sagði Halldór, vel kunnugur staðháttum við Balkanskaga. Hann var hins vegar mjög ósáttur með síðasta leik liðsins fyrir ferðina til Albaníu, þegar Breiðablik gerði 2-2 jafntefli gegn Aftureldingu. Sjá einnig: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sama félag en allt annað lið Helsti erkifjandi Breiðabliks, Víkingur, mætti Egnatia í fyrra og vann einvígið 2-1 samanlagt til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Halldór segir liðið hafa gjörbreyst frá því í fyrra, með mikilli endurnýjun á leikmannahópnum. „Þetta er vissulega sama félag, en mjög langt frá því að vera sama lið. Ég held að það séu þrír leikmenn sem eru í hlutverki hjá þeim ennþá núna. Þannig að það er svosem ekkert á því að græða, að Víkingur hafi spilað við þá. Þeir hafa breyst mikið þannig að við horfum meira í leikina hjá þeim nýlega. Þeir kláruðu tímabilið núna í maí, tryggðu sér titilinn í úrslitaleik. Þannig að við horfum bara í þá leiki og æfingaleikina sem þeir hafa verið að spila núna“ sagði Halldór, spurður hvort hann hafi séð veikleika hjá liðinu þegar Víkingur spilaði við það. Leikur Egnatia og Breiðablik fer fram næsta þriðjudag klukkan sjö og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Tengdar fréttir Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslandsmeistarar Breiðabliks fataðist flugið í Mosfellsbæ í kvöld þegar liðið missti 0-2 forystu úr greipum sér, lokatölur 2-2. Heimamenn í Aftureldingu náðu þar með að tryggja sér gott stig og færst því nær efri hlutanum í Bestu deildinni. Blikar urðu hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. 3. júlí 2025 21:17 Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum. 4. júlí 2025 09:35 Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags. 4. júlí 2025 11:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslandsmeistarar Breiðabliks fataðist flugið í Mosfellsbæ í kvöld þegar liðið missti 0-2 forystu úr greipum sér, lokatölur 2-2. Heimamenn í Aftureldingu náðu þar með að tryggja sér gott stig og færst því nær efri hlutanum í Bestu deildinni. Blikar urðu hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. 3. júlí 2025 21:17
Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum. 4. júlí 2025 09:35
Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags. 4. júlí 2025 11:00