Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2025 13:02 Stemmningin var mikil á tónleikunum í Moskvu þá 12. og 13. ágúst árið 1989. Getty/Koh Hasebe Lagið Wind of Change með vesturþýsku rokkhljómsveitinni Scorpions hefur frá útgáfu þess árið 1990 verið talið óður til frelsis og táknrænn hljómur falls járntjaldsins. En sú samsæriskenning hefur sprottið fram á síðari árum að vestrænar leyniþjónustur hafi í raun samið lagið með það að markmiði að fella Sovétríkin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira