Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2025 13:02 Stemmningin var mikil á tónleikunum í Moskvu þá 12. og 13. ágúst árið 1989. Getty/Koh Hasebe Lagið Wind of Change með vesturþýsku rokkhljómsveitinni Scorpions hefur frá útgáfu þess árið 1990 verið talið óður til frelsis og táknrænn hljómur falls járntjaldsins. En sú samsæriskenning hefur sprottið fram á síðari árum að vestrænar leyniþjónustur hafi í raun samið lagið með það að markmiði að fella Sovétríkin. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið rekja prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir þessa stórmerkilegu og óvenjulegu sögu, þar sem kalda stríðið, rokkstjörnur og dularfullar leyniherferðir fléttast saman í spennandi vef. Í ágúst 1989 stigu Scorpions á svið á Lenínsleikvanginum í Moskvu ásamt rokkhetjum á borð við Bon Jovi, Mötle Crüe og Ozzy Osbourne. Tónleikarnir, Moscow Music Peace Festival, voru á sínum tíma taldir tákn um þíðu í samskiptum austurs og vesturs og voru í raun fordæmalaus menningarleg sprenging í landi þar sem þungarokk hafði fram að því verið á bannlista. Þúsundir ungra Sovétborgara klæddir leðurjökkum og gallabuxum tóku á móti óvæntum frelsisboðum með opnum örmum. Söngvari Scorpions, Klaus Meine, sagði síðar að hann hefði í lok kvölds gengið hugsi meðfram Moskvuánni og fundið fyrir „töfrum“ í loftinu, innblæstri sem varð að Wind of Change. Þegar lagið kom út ári síðar varð það nánast óopinber þjóðsöngur nýrrar Evrópu, spilað í útvarpi og á torgum þar sem múrar hrundu og nýtt tímabil hófst. Lagið náði gríðarlegum vinsældum um allan Vestrænan heim og er ein mest selda smáskífa allra tíma. En vinsældir og mikilvægi lagsins í Austur Evrópu voru slíkar að enn í dag eru góðar líkur á því að þú heyrir lagið í leigubíl í Póllandi eða á hárgreiðslustofu í Tékklandi. En í hljóði tóku sögusagnir að malla. Úr ranni CIA var því hvíslað að bandaríska rannsóknarblaðamanninum Patrick Radden Keefe að lagið væri í raun smíðað af leyniþjónustunni og það væri í raun vandlega úthugsað vopn í hugmyndabaráttu kalda stríðsins. Þegar Keefe spurði leyniþjónustuna beint út í málið, fékk hann hið dularfulla svar sem jafnan fyllir efasemdarmenn eldmóði: „We can neither confirm nor deny…“ Eins og Eiríkur og Hulda rekja í þættinum var jarðvegur grunsemdanna frjór. Hátíðin í Moskvu var á vegum Doc McGhee, umdeilds bandarísks tónleikahaldara sem hafði áður verið sakaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku en slapp við fangelsi eftir dómssátt. Að ímynda sér að hann hafi átt í tengslum við njósnir var því ekki algjörlega fráleitt. Fjallað var um kenninguna í hlaðvarpsseríunni Wind of Change, sem kom fram árið 2020, sem naut mikilla vinsælda. En er það trúverðugt að CIA hafi pantað slagara hjá þýsku rokkbandi til að sigra heimsveldi? Eða er þetta einfaldlega enn ein goðsögnin sem verður til þegar söguleg umskipti eru svo stór og dramatísk að fólki reynist ómögulegt að trúa því að enginn leynilegur aðili hafi komið þar nærri? Skuggavaldið kryfur málið í þætti sem nú er aðgengilegur í helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Kalda stríðið Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Gítarleikari Sonic Youth með listasýningu á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira