Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2025 08:31 Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar