Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. júlí 2025 08:31 Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Sjá meira
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt mál sem meirihluti þjóðarinnar styður. Mál sem stjórnarflokkarnir settu í forgang í síðustu kosningum. Málin endurspegla því niðurstöðu lýðræðislegra kosninga en stjórnarandstaðan hefur lagst í mikla baráttu gegn. Berin eru súr sagði refurinn. Það er alltaf súrt að missa völdin, tala nú ekki um þegar flokkar hafa verið í stjórnarmeirihluta lungan af síðustu áratugum og telja sig réttborna handhafa valdsins. Þegar svo vill til að gömlu valdaflokkarnir missa valdataumana fyrir einhvern misskilning kjósenda eins og eftir hið „ svo kallað hrun„ er öllu til fórnað til að komast aftur til valda. Jafnvel þótt styðjast þurfi tímabundið við vinstriflokk sem hverfur síðan á braut. Ég á þetta og má þetta Þetta virðist vera línan sem núverandi stjórnarandstaða vinnur eftir. Hún virðir ekki lýðræðið í þinglegri meðferð mála með því að ljúka þeim með atkvæðagreiðslu að loknum eðlilegum umræðum þar sem allir geta komið sýnum sjónarmiðum á framfæri í atkvæðaskýringum. Málþóf skal það vera þótt það fyrirbæri hafi verið kallað ólýðræðislegt þegar gömlu valdaflokkarnir héldu um valdataumana. Nú er málþóf ekki bara talið gott og gilt heldur ígildi neitunarvalds þeirra sem telja sig fædd til valda. Þetta geta ekki talist málefnaleg og vönduð vinnubrögð heldur atlaga gegn lýðræðislegum vilja þjóðar og meirihluta þings. Virðing Alþingis dýrmæt. Virðing Alþingis er mikilvæg og hefur verið brothætt allt frá hruni. Þjóðinni fannst hún eðilega svikin þegar stjórnvöld gættu ekki hagsmuna almennings og mokuðu undir fjármálaöflin fyrir Hrun. Síðan þá hefur verið ríkur vilji til að Alþingi öðlist aftur það traust og virðingu sem er nauðsynlegt í öllum lýðræðisríkjum. Til þess að svo megi verða þarf þingheimur allur að finna til ábyrgðar. Það eru til betri fordæmi Við horfum gjarnan til frændþjóða okkar á Norðurlöndunum þar sem margt er til fyrirmyndar. Þar má til dæmis horfa á umgjörð þeirra um þinglega meðferð mála, lengd umræðu og umfjöllun í þinglegri meðferð sem lýkur með lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á tilsettum tíma. Við verðum að breyta okkar þingsköpum í þessa veru og sýna sjálfum okkur og þjóðinni þá virðingu sem lýðræðið á skilið. Stjórnarandstaða hefur hlutverk Hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni er mikilvægt. Uppbyggileg stjórnarandstaða veitir stjórnvöldum aðhald og á að hafa svigrúm til að koma sínum málum og sjónarmiðum á framfæri. Hafa þannig áhrif á lagasetningu í þinglegri meðferð. Það er hins vegar ekki hennar hlutverk að gjaldfella lýðræðið með skrumskælingu þingskapa. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í NV kjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun