Innlent

Mikill á­hugi á ræktun rabarbara með til­komu Rabarbarafélags Ís­lands

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Áhugi á íslenska rabarbaranum hefur aukist mikið hjá landsmönnum eftir að Rabarbarafélag Íslands varð til með sérstakri síðu á Facebook.
Áhugi á íslenska rabarbaranum hefur aukist mikið hjá landsmönnum eftir að Rabarbarafélag Íslands varð til með sérstakri síðu á Facebook. Aðsend

Rabarbari og allt það helsta í kringum þá plöntu verður í aðalhlutverk á Árbæjarsafni í dag því þar fer fram fræðsla og verklega kennsla í flestu því sem kemur að því að búa til rabarbaragarð, hugsa um garðinn, taka upp rabarbara og að útbúa rabarbarasultu.

Rabarbaranámskeiðið, sem stendur frá klukkan eitt til fjögur í dag var fljótt að fyllast enda mikill áhugi á rabarbaranum um þessar mundir en 25 eru á námskeiðinu, sem Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur er með er um örnámskeið í rabarbara fræðum er að ræða.

„Og þar er ég sem sagt að kenna fólki hvernig á að búa til rabarbaragarð og huga að honum og sem sagt einnig að taka upp rabarbara og svo ætla ég að gera sultu með fólki,” segir Björk og bætir við.

„Ég er í Rabarbarafélagi Íslands, sem var stofnað núna í mars á þessu ári á Blönduósi og við erum svona að vekja upp áhuga á rabarbaranum á ný og líka hvað hann er mikilvæg auðlind.”

Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, sem verður með rabarbara námskeiðið í Árbæjarsafni í dag.Aðsend

Björk er mjög hrifin af rabarbara enda hægt að nýta hann í svo ótal margt.

„Þetta er lækningajurt rótin og litunarjurt rótin, hún er gul. Og það er hægt að gera vín og kökur, sultur og saft og allskonar drykki úr rabarbara. Þetta er alveg stórkostlega skemmtileg planta,” segir Björk

Ert þú rabarbara drottning Íslands?

„Nei, ég myndi nú ekki segja það en ég hef rosalegan áhuga á plöntum og þjóðtrú og lækningamátt jurta og sögum, sem fylgja plöntum Þannig að mér finnst ofsalega gaman að fræða mig og aðra um plöntur og sögur þeirra,” segir Björk að lokum kát og hress.

Séð inn í Rabarbara rót, lækningar- og litunarjurt.Aðsend

Facebooksíða Rabarbarafélags Íslands




Fleiri fréttir

Sjá meira


×