Sport

Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílu­kast og golf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Englendingurinn Lewis Hamilton keppir í fyrsta sinn fyrir Ferrari á Silverstone kappakstursbrautinni.
Englendingurinn Lewis Hamilton keppir í fyrsta sinn fyrir Ferrari á Silverstone kappakstursbrautinni. Getty/Clive Rose

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Þetta er stór helgi í formúlu 1 þar sem Silverstone kappaksturinn fer fram á sunnudaginn. Það verður sýnt beint frá tveimur fyrstu æfingunum í dag.

Pólska meistaramótið í pílukasti, Polish Darts Masters, hluti af heimsbikarnum verður líka i beinni í kvöld.

Það verður einnig sýnt beint frá BMW mótinu í golfi og frá Opna írska golfmótinu á LPGA mótaröðinni í golfi

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport 4

Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá BMW Inernational Open golfmótinu á DP heimsmótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 11.25 hefst bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir Silverstone kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 14.55 hefst bein útsending frá annarri æfingu fyrir Silverstone kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 16.05 hefst bein útsending frá Opna írska golfmótinu á evrópsku mótaröðinni hjá konunum.

Klukkan 18.00 hefst bein útsending frá pólska meistaramótinu í pílukasti, Polish Darts Masters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×