Handbolti

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nafn handboltamannsins hefur ekki verið opinberað i norskum fjölmiðlum.
Nafn handboltamannsins hefur ekki verið opinberað i norskum fjölmiðlum. Getty/David Inderlied/

Kærunefnd norska lyfjaeftirlitsins hefur sent mál handboltamanns til dómnefndar norska íþróttasambandsins.

Leikmaðurinn er karlmaður en nafn hans er ekki gefið upp í umfjöllun norskra fjölmiðla. NRK segir frá.

Kærunefndin vill að leikmaðurinn verði dæmdur í fimm ára bann fyrir alvarlegt lyfjamisferli.

Leikmaðurinn mætti á þessum fimm árum hvorki keppa í íþrótt né taka þátt í annarri skipulagðri íþróttastarfsemi. Það skiptir þá ekki mála í hvaða íþrótt það væri.

Leikmaðurinn féll í lyfjaprófi sem var rekið í keppnisleik í nóvember 2024. Í sýni hans fundust sterar og efni eins og abuprenorphine og Carboxy-THC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×