Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 15:42 Netöryggissveitin mælir með því að fyrirtæki fólk í afleysingum og sumarstarfsfólk vita af hættunni af fyrirmælasvikum. Vísir/Getty Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/ Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/
Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun