„Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Agnar Már Másson skrifar 3. júlí 2025 15:31 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir það munu koma í ljós á næstu dögum hvort kennarar eða ferðaskrifstofan Tripical þurfi að endurgreiða styrki sem veittir voru úr endurmenntunarsjóði Kennarasambandsins á grundvelli falsaðs boðsbréfs frá frönskum grunnskóla. Hann segist þó lítið getað tjáð sig um málið. Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“ Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Verktaki á vegum ferðaskrifstofunnar Tripical falsaði boðsbréf frá skólastjóra í Frakklandi sem var stílað á starfsmenn Hofsstaðaskóla vegna skólaheimsóknar, eins og greint var frá í morgun. Bréfið var meðal annar grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferð til Reims í Frakklandi í júní. Tripical hefur sagst harma atvikið og hafa látið verktakann taka pokann sinn. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist lítið geta tjáð sig um hvernig unnið verði í þessum málum en KÍ hafi átt í samskiptum við bæði ferðaskrifstofuna og Hofstaðaskóla. „Þetta er bara í ferli að fara yfir máli í sameiningu við þessa aðila,“ segir Magnús. „Það er leiðinlegt að okkar fólk hafi ekki fengið þær skólaheimsóknir sem það vænti. En við þurfum svo bara að vinna málið áfram.“ Hann segir fræðsluferðir af þessu tagi afar algengar og hafi vakið mikla lukku hingað til. „Það löng og mikil og farsæl hefð fyrir þessum ferðum,“ segir Magnús. Kemur til greina að kanna aftur þau skjöl sem Tripical hefur látið ykkur fá, með tilliti til þessa skjalafalsins? „Ég held ég tjái mig ekkert meira um málið. Þetta er auðvitað nýkomið upp og við vinnum þetta í samvinnu við okkar félagsfólk og við höfum rætt við ferðaskrifstofuna og ég held að hún þurfi bara að svara fyrir þau vinnubrögð sem verið er að tala um núna,“ svarar hann. „Það er bara stanslaust verið að skoða þessa hluti sem koma upp.“ Spurður hvort kennurum eða ferðaskrifstofunni verði gert að endurgreiða upphæðina greidd var úr endurmenntunarsjóði KÍ segist Magnús ekki geta tjáð sig um það. „Það mun bara koma í ljós á næstu dögum hvernig þar ferli verður.“
Skóla- og menntamál Efnahagsbrot Neytendur Íslendingar erlendis Garðabær Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira