Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 16:16 Tom Goodall kveðst hæstánægður með hve móttækilegir og forvitnir leikmenn íslenska liðsins eru um það sem hann hefur fram að færa. vísir/Anton Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira