Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 16:16 Tom Goodall kveðst hæstánægður með hve móttækilegir og forvitnir leikmenn íslenska liðsins eru um það sem hann hefur fram að færa. vísir/Anton Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum. Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Tom er einn af fólkinu á bakvið tjöldin sem reyna að undirbúa stelpurnar sem allra best fyrir hvern leik á EM í Sviss. Hann er nú í annað sinn á stórmóti með liðinu eftir að hafa einnig verið með á taplausa Evrópumótinu í Englandi 2022. „Aðalskylda mín er að leikgreina mótherjana en líka okkar eigin leik, og að hjálpa þjálfurunum að útbúa leikplanið fyrir hvern leik. Það er mjög mikið að gera. Ég er fyrstur á fætur og síðastur í rúmið, alltaf í tölvunni að skoða eitthvað og búa til klippur, bæði fyrir liðið allt og einstaka leikmenn. En til þess er ég hér og nýt þess að vera í vinnunni,“ sagði Tom fyrir æfingu Íslands í Thun í dag en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrstur á fætur og síðastur til svefns á EM Eftir tapið gegn Finnlandi í gær mætir Ísland næst Sviss á sunnudaginn og svo Noregi næsta fimmtudag. „Í gærkvöld horfðum við á Sviss-Noreg og hófum strax vinnuna við það. Svo fórum við aftur yfir okkar leik og áttum fund í morgun þar sem hægt var að veita endurgjöf. Við þekkjum Sviss og Noreg auðvitað vel og þetta var nokkurn veginn eins og við bjuggumst við. Svisslendingar voru aðeins próaktívari, aðeins agressívari, sem var athyglisvert að sjá,“ sagði Tom meðal annars. Sýna mikinn áhuga á fundum Eins og fyrr segir er hann á sínu öðru stórmóti með Íslandi, hæstánægður með að vera á EM og að vinna með Íslendingunum: „Það er æðislegt að vera hérna. Síðast vorum við á Englandi svo það var svolítið skrýtið, að vera bara heima. Við vorum meira að segja í Crewe sem er nokkuð nálægt mínum heimabæ. En það er gott að vera hérna, umhverfið er fallegt og ég reyni að njóta eins vel og ég get auk þess að leggja hart að mér Það er frábært að vinna með starfsfólkinu og þetta er besti leikmannahópur sem ég hef unnið með, varðandi það að vera móttækilegar fyrir minni vinnu, sýna virkilegan áhuga á fundum og vilja vita öll smáatriði. Það er frábært fyrir mig og auðvitað er ég líka þakklátur öllum fyrir að tala ensku,“ bætti Tom við léttur í lokin.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira