Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2025 13:35 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Arnar Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð. Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þingfundur hófst í morgun með seinni umræðu um fjármálaáætlun. Tillögu stjórnarandstöðunnar um að áætlunin yrði sett á dagskrá á undan veiðigjöldum var hafnað í gær en það var síðan gert í morgun. Það er þó ekki vísbending um að samkomulag um þinglok sé í nánd samkvæmt upplýsingum fréttastofu, heldur er umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið og því þarf einfaldlega að ræða fjármálaáætlun sem er lögbundið að afgreiða. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, lýsir ástandinu sem störukeppni. „Þetta eru orðin gríðarlega mikil átök á þinginu og myljandi málþóf auðvitað í gangi, það blasir alveg við og í sjálfu sér er ekkert sem sýnir fram á hvernig þessi deila leysist.“ Getur haldið endalaust áfram Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að fá veiðigjöldin út af dagskrá. Það hefur ekki komið til greina og viðræður um þinglok eru þar með í hnút. Umræðan, sem er orðin meðal þeirra lengstu í seinni tíð, er aftur á dagskrá í dag. Eiríkur segir hana þess vegna geta haldið áfram út allan mánuðinn. „Það sem er kannski óvanalegt við málþófið að þessu sinni er að stjórnarandstaðan virðist ekki græða mikið á því pólitískt, allavega endurspeglast það ekki í skoðanakönnunum. Þannig að sársaukinn er ekkert mjög mikill fyrir ríkisstjórnina að láta þetta ganga áfram. Yfirleitt er málþófi beitt þegar stjórnarandstaðan finnur bragðið af því að hún fái pólitískan ávinning af þæfingu málsins. Slíkt virðist ekki uppi á borðinu ennþá allavega,“ segir Eiríkur. Átök um Ísland Óvíst sé því hvort ákvæði þingskaparlaga verði beitt til þess að takmarka umræðuna og það sé matsatriði hvenær hún teljist efnislega tæmd. Málþófið komi ekki á óvart. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur á þetta sem atlögu að þeirra arfleið að stórum hluta, enda hefur hann staðið á bak við það fiskveiðistjórnunarkerfi sem nú er ásamt Framsóknarflokknum. Þetta eru átökin um Ísland, þau snúast um endurgjald fyrir aðgang að auðlindinni og hafa gert það í fjóra áratugi. Þannig þetta er mikið átakamál.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira