Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2025 09:54 Löng hefð er fyrir því í Kreml að nýta svonefnda „nytsama bjána“ í vestrænum ríkjum til ýmissa verka. Vísir/Getty Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. Danska ríkisútvarpið komst yfir tugi þúsunda tölvupósta og skjala frá rússneska sjóðnum Pravfond. Þrátt fyrir að sjóðurinn sæti refsiaðgerðum Evrópusambandsins hefur hann fjármagnað upplýsingahernað í álfunni fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Í skjölunum er að finna nafn Kent Nielsen. Hann hefur meðal annars boðið sig fram á flestum stjórnsýslustigum fyrir öfgahægriflokkana Harðlínu (d. Stram kurs) og Frelsislistann. Sem slíkur hefur hann meðal annars tekið þátt í Kóranbrennum og mótmælum bænda gegn landbúnaðarlögum. Nielsen hefur þó vakið sérstaka athygli fyrir samsæriskenningar um kórónuveirufaraldurinn eftir að hann byrjaði að taka upp samskipti sín við stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn á samfélagsmiðlum. Nielsen var nýlega dæmdur fyrir að áreita heilbrigðisstarfsmenn og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hóta Magnusi Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur. Magnus Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur, er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Kent Nielsen.Vísir/EPA Nafn Nielsen kemur upp í sambandi við rásina „Velupplýst“ (d. Velinformeret) á samfélagsmiðlinum Telegram. Hún hefur áður verið afhjúpuð sem hluti af áróðursherferð Rússa. Þar er Nielsen sagður starfsmaður rásarinnar sem vinni við „blaðamennsku, greiningu og upplýsingaöflun“. Stjórnandi rásarinnar, rússnesk kona í Moskvu sem var áður búsett í Danmörku, lýsir Nielsen sem „áhrifamanni á dönskum hluta samfélagsmiðla“. Kannast ekki við eitt né neitt Við þetta vill Nielsen sjálfur ekki kannast. Hann viti ekkert um samning eða að hann hefði átt að fá greitt fyrir framlag til Telegram-rásarinnar. Þá hafi hann aldrei heyrt minnst á rússnesku konuna sem stýrir rásinni. Danska ríkisútvarpið segist ekki geta útilokað að Nielsen hafi verið nefndur í skjölunum án vitundar hans. Staðfestingu á millifærslum til hans sé ekki að finna í skjölunum sem það hefur undir höndum. Engu að síður voru færslur Nielsen og rása sem hann stýrir nærri því þriðjungur af um 1.100 færslum sem „Velupplýst“ deildi á sinni rás og DR fór yfir. Á móti deildi hann oft færslum „Velupplýst“ og hvatti fylgjendur sína til þess að fylgja þeirri rás. „Ég hef ekki gert samning um efni fyrir neitt. Ég deildi fullt af efni og það eru margir sem deila efni sem ég geri,“ segir Nielsen sem viðurkennir að hann þekki vel til rússnesku Telegram-rásarinnar. Sérfræðingur sem hefur rannsakað útbreiðslu samsæriskenninga í Danmörku segir að Nielsen falli eins og flís við rass við það sem Rússar leita eftir. „Þetta er fullkomið með einhvern sem er á móti innflytjendum, efast um kórónuveirufaraldurinn, er dýravelferðaraðgerðasinni, styður bændur og er á móti borgum,“ segir Jakob Bæk Kristensen frá Háskólanum í Hróarskeldu. Dreifa áróðri á flestum Evrópumálum, þar á meðal íslensku Sami sjóður, Pravfond, stendur að baki vefsíðu sem nefnist Euromore. Hún var stofnuð til þess að dreifa áróðri fyrir Kreml eftir að Evrópusambandið bannaði rússneskum ríkismiðlum að senda út í álfunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vefsíðan er til á flestum tungumálum Evrópu, þar á meðal íslensku. Danska ríkisútvarpið var á meðal evrópskra fjölmiðla sem tók þátt í að afhjúpa Pravfond og Euromore í fyrra. Á meðal þess sem kom í ljós var að síðunni væri raunverulega stýrt frá Moskvu þrátt fyrir að hún væri sögð hafa ritstjórnarskrifstofu sína í Belgíu. Pravfond hefur einnig greitt fyrir málsvörn rússneskra glæpamanna erlendis. Að nafninu til er markmið sjóðsins að styðja Rússa erlendis þótt honum hafi svo í reynd verið beitt sem armi í upplýsingastríði Rússa gegn vestrænum ríkjum. Danmörk Rússland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Danska ríkisútvarpið komst yfir tugi þúsunda tölvupósta og skjala frá rússneska sjóðnum Pravfond. Þrátt fyrir að sjóðurinn sæti refsiaðgerðum Evrópusambandsins hefur hann fjármagnað upplýsingahernað í álfunni fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Í skjölunum er að finna nafn Kent Nielsen. Hann hefur meðal annars boðið sig fram á flestum stjórnsýslustigum fyrir öfgahægriflokkana Harðlínu (d. Stram kurs) og Frelsislistann. Sem slíkur hefur hann meðal annars tekið þátt í Kóranbrennum og mótmælum bænda gegn landbúnaðarlögum. Nielsen hefur þó vakið sérstaka athygli fyrir samsæriskenningar um kórónuveirufaraldurinn eftir að hann byrjaði að taka upp samskipti sín við stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn á samfélagsmiðlum. Nielsen var nýlega dæmdur fyrir að áreita heilbrigðisstarfsmenn og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hóta Magnusi Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur. Magnus Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur, er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Kent Nielsen.Vísir/EPA Nafn Nielsen kemur upp í sambandi við rásina „Velupplýst“ (d. Velinformeret) á samfélagsmiðlinum Telegram. Hún hefur áður verið afhjúpuð sem hluti af áróðursherferð Rússa. Þar er Nielsen sagður starfsmaður rásarinnar sem vinni við „blaðamennsku, greiningu og upplýsingaöflun“. Stjórnandi rásarinnar, rússnesk kona í Moskvu sem var áður búsett í Danmörku, lýsir Nielsen sem „áhrifamanni á dönskum hluta samfélagsmiðla“. Kannast ekki við eitt né neitt Við þetta vill Nielsen sjálfur ekki kannast. Hann viti ekkert um samning eða að hann hefði átt að fá greitt fyrir framlag til Telegram-rásarinnar. Þá hafi hann aldrei heyrt minnst á rússnesku konuna sem stýrir rásinni. Danska ríkisútvarpið segist ekki geta útilokað að Nielsen hafi verið nefndur í skjölunum án vitundar hans. Staðfestingu á millifærslum til hans sé ekki að finna í skjölunum sem það hefur undir höndum. Engu að síður voru færslur Nielsen og rása sem hann stýrir nærri því þriðjungur af um 1.100 færslum sem „Velupplýst“ deildi á sinni rás og DR fór yfir. Á móti deildi hann oft færslum „Velupplýst“ og hvatti fylgjendur sína til þess að fylgja þeirri rás. „Ég hef ekki gert samning um efni fyrir neitt. Ég deildi fullt af efni og það eru margir sem deila efni sem ég geri,“ segir Nielsen sem viðurkennir að hann þekki vel til rússnesku Telegram-rásarinnar. Sérfræðingur sem hefur rannsakað útbreiðslu samsæriskenninga í Danmörku segir að Nielsen falli eins og flís við rass við það sem Rússar leita eftir. „Þetta er fullkomið með einhvern sem er á móti innflytjendum, efast um kórónuveirufaraldurinn, er dýravelferðaraðgerðasinni, styður bændur og er á móti borgum,“ segir Jakob Bæk Kristensen frá Háskólanum í Hróarskeldu. Dreifa áróðri á flestum Evrópumálum, þar á meðal íslensku Sami sjóður, Pravfond, stendur að baki vefsíðu sem nefnist Euromore. Hún var stofnuð til þess að dreifa áróðri fyrir Kreml eftir að Evrópusambandið bannaði rússneskum ríkismiðlum að senda út í álfunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vefsíðan er til á flestum tungumálum Evrópu, þar á meðal íslensku. Danska ríkisútvarpið var á meðal evrópskra fjölmiðla sem tók þátt í að afhjúpa Pravfond og Euromore í fyrra. Á meðal þess sem kom í ljós var að síðunni væri raunverulega stýrt frá Moskvu þrátt fyrir að hún væri sögð hafa ritstjórnarskrifstofu sína í Belgíu. Pravfond hefur einnig greitt fyrir málsvörn rússneskra glæpamanna erlendis. Að nafninu til er markmið sjóðsins að styðja Rússa erlendis þótt honum hafi svo í reynd verið beitt sem armi í upplýsingastríði Rússa gegn vestrænum ríkjum.
Danmörk Rússland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira