Körfubolti

Skórnir hennar seldust upp á mínútu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caitlin Clark er leikmaður Indiana Fever og eitt stærsta nafnið í öllum körfuboltaheiminum í dag.
Caitlin Clark er leikmaður Indiana Fever og eitt stærsta nafnið í öllum körfuboltaheiminum í dag. Getty/Alika Jenner

Caitlin Clark er ekki aðeins vinsælasta körfuboltakona heims því hún er einn vinsælasti íþróttamaður heims.

Clark er orðin það stór stjarna í Bandaríkjunum að allt sem hún kemur nálægt selst upp eða rýkur upp í verði.

Gott dæmi er það er miðaverð eða áhorfstölur á leiki liða hennar í samanburði við aðra leiki í WNBA deildinni að við leiki sem hún missir af vegna meiðsla.

Annað dæmi eru nýir Caitlin Clark skór sem voru settir á markað í vikunni.

Skór Caitlin Clark voru hluti af leikmannaseríu Kobe Bryant, svokallaðri Kobe Player Edition.

Þeir voru seldir á 190 dollara parið og seldust allir upp á innan við mínútu.

Nú er farið að selja þá á Ebay fyrir tvöfalt meira eða um fjögur hundruð dollara. Það gera um 49 þúsund íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×