Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2025 15:31 Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar