Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2025 15:31 Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega samþykkti Co-op, ein stærsta matvöruverslunarkeðja Bretlands, að hætta alfarið að versla með vörur frá Ísrael. Þetta var ákveðið á hluthafafundi. Ákvörðunin sýnir að þegar vilji er til staðar, þá er þetta hægt. Hvers vegna geta matvöruverslanir á Íslandi ekki gert slíkt hið sama? Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að eiga í viðskiptum með vörur sem koma frá hernumdu landsvæði. Alþjóðadómstóllinn hefur einnig staðfest að ríki hafi skyldu til að forðast hvers kyns efnahags- eða viðskiptasamstarf sem styrkir ólöglegt hernám Ísraels á palestínsku landsvæði: „Ríki bera ábyrgð á því að forðast efnahags- eða viðskiptatengsl við Ísrael sem styrkja ólöglega nærveru þess á hernumdum svæðum“ Það er ekki bara hernámið sem brýtur gegn alþjóðalögum – það er líka efnahagskerfið sem er byggt á hernáminu. Hér eru nokkrar lykilstaðreyndir um hvernig hagkerfi Ísraels byggir á arðráni og kúgun Palestínumanna: 1. Arðrán á auðlindum Palestínu Ísrael hefur yfirráð yfir grunnvatnsbólum og ræktanlegu landi á Vesturbakkanum og notar það fyrir eigin byggðastefnu, á meðan Palestínumenn fá takmarkað aðgengi að lífsnauðsynlegum auðlindum til landbúnaðar og framfærslu. Ísrael nýtir líka náttúruauðlindir Palestínu, svo sem steinefni, á eigin forsendum og án samþykkis. 2. Hernaðarvæðing hagkerfisins Ísrael er leiðandi í framleiðslu og útflutningi vopna. Ný tækni er þróuð og prófuð í beinum hernaðaraðgerðum á hernumdum svæðum og síðan seld sem „bardagaprófuð“ vopn. Þessi iðnaður er orðinn burðarás í efnahag landsins og styrktur með fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum, eins og F-35 flugvélarverkefninu undir forystu Bandaríkjanna. 3. Kerfisbundin kúgun á efnahagsþróun Palestínu Palestínumenn búa við strangar ferðatakmarkanir, höft á viðskiptum og leyfiskerfi sem gera frumkvöðlastarfsemi nánast ómögulega. Að auki eru innflutningslistar og takmarkanir á fjármálum notaðar til að veikja atvinnulíf og byggja upp háð Ísraelsku hagkerfi. Þetta er stefnumarkandi „afturförarstefna“ sem dregur úr getu Palestínumanna til sjálfbærrar þróunar. 4. Afleiðingarnar: fátækt og samfélagið háð alþjóðlegri hjálp Afleiðingar þessara stefna eru skelfilegar: atvinnuleysi, fátækt og sundurtættir innviðir. Einkum í Gaza hefur Ísrael kerfisbundið gjöreyðilagt hverskyns framleiðslugetu og nánast alla mikilvæga innviði. Palestínumenn eru fastir í vítahring þar sem möguleikar til uppbyggingar eru stöðugt kæfðir og eini kosturinn oft alþjóðleg aðstoð. Nú er fólkinu á Gaza neitað um nánast alla alþjóðlega aðstoð því Ísrael stjórnar því hvað fer inn og hvað fer út. Við berum ábyrgð líka Ísland getur og ætti að gera betur. Við getum krafist þess að íslenskar verslanir, sér í lagi stórar matvöruverslanir eins og Krónan, Nettó, Hagkaup og Bónus geri það hreinlega að yfirlýstri stefnu sinni að hafna öllum vörum frá Ísrael. Gerum eins og Co-opo og setjum smá metnað í þetta. Þetta er siðferðisleg skylda. Þá þurfa aktívistarnir ekki að hringsóla um búðirnar ykkar í leit af vörum sem er smygglað inn undir öðrum merkjum, hvort sem það eru döðlur eða avókadó. Við eigum ekki að hagnast á þjáningu annarra. Þögn er meðábyrgð. Höfundur hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar í 18 ár og starfar nú sem öryggisráðgjafi í Afríku og Miðausturlöndum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar