Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júlí 2025 11:41 Stjórnendur CBS sögðu svar Harris hafa verið stytt vegna tímaskorts en Trump sagði um að ræða „falsfréttir“. CBS Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins. Trump höfðaði mál gegn Paramount í október síðastliðnum og sagði framgöngu miðla fyrirtækisins hafa skaðað möguleika hans í forsetakosningunum. Samningaviðræður milli deiluaðila hafa staðið yfir síðan. Samkvæmt umfjöllun Washington Post byggir samkomulagið á tillögu sáttasemjara. Peningarnir munu ekki renna beint til forsetans né mun Paramount biðja hann afsökunar. Málið snérist um það hvernig svar Harris við spurningu þáttastjórnandans Bill Whitaker um það hvort Bandaríkin hefðu áhrifavald á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, var klippt. Styttri útgáfa af svarinu var spiluð í 60 mínútum en lengra og ruglingslegra svar spilað í morgunþættinum Face the Nation. Trump vildi meina að fyrri útgáfan hefði verið klippt og snyrt Harris í hag. Forsvarsmenn CBS sögðu svarið hins vegar hafa verið stytt vegna tímaskorts. Fyrrgreint samkomulag felur einnig í sér að Paramount heitir því að birta í framtíðinni afrit af öllum viðtölum við forsetaframbjóðendur, óritskoðuð. Fyrirtækið átti mikið undir því að leysa málið en það þarfnast samþykkis stjórnvalda vegna fyrirhugaðs samruna við Skydance Media. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Trump höfðaði mál gegn Paramount í október síðastliðnum og sagði framgöngu miðla fyrirtækisins hafa skaðað möguleika hans í forsetakosningunum. Samningaviðræður milli deiluaðila hafa staðið yfir síðan. Samkvæmt umfjöllun Washington Post byggir samkomulagið á tillögu sáttasemjara. Peningarnir munu ekki renna beint til forsetans né mun Paramount biðja hann afsökunar. Málið snérist um það hvernig svar Harris við spurningu þáttastjórnandans Bill Whitaker um það hvort Bandaríkin hefðu áhrifavald á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, var klippt. Styttri útgáfa af svarinu var spiluð í 60 mínútum en lengra og ruglingslegra svar spilað í morgunþættinum Face the Nation. Trump vildi meina að fyrri útgáfan hefði verið klippt og snyrt Harris í hag. Forsvarsmenn CBS sögðu svarið hins vegar hafa verið stytt vegna tímaskorts. Fyrrgreint samkomulag felur einnig í sér að Paramount heitir því að birta í framtíðinni afrit af öllum viðtölum við forsetaframbjóðendur, óritskoðuð. Fyrirtækið átti mikið undir því að leysa málið en það þarfnast samþykkis stjórnvalda vegna fyrirhugaðs samruna við Skydance Media.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Kamala Harris Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira