„Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júlí 2025 20:02 Tónlistarkonan Klara Einars ræddi við blaðamann. Vísir/Lýður „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. Ófeimið barn í fjórum grunnskólum Klara Einarsdóttir er fædd árið 2006 og var nú í vor að útskrifast úr Verslunarskóla Íslands. Hún er einkadóttir Einars Bárðarsonar, umboðsmanns Íslands og tónlistarmanns, og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og á eitt systkini, bróðurinn Einar Einarsson. Fjölskyldan er náin og þau öll mjög góðir vinir sem styðja þétt við bakið á hvert öðru. „Mamma er upphaflega úr Reykjanesbæ og pabbi frá Selfossi. Við fluttum mikið í æsku og ég var í fjórum grunnskólum, meðal annars í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Það var mjög mótandi því maður þurfti að vera opinn til að kynnast fólki og koma inn sem nýja stelpan aftur og aftur. Ég hafði mjög gaman að því og hef eiginlega bara alltaf verið rosalega ófeimin,“ segir Klara brosandi. Fjölskyldan Einar, Einar, Klara og Áslaug. Facebook Lærði að syngja áður en hún talaði Hún hefur mjög glaðlega nærveru sem smitar út frá sér og hér er greinilega á ferðinni stelpa sem hefur trú á sér og sínu og stefnir langt í tónlistinni. Hún hefur nú þegar gefið út nokkur lög, þar á meðal með hljómsveitinni HúbbaBúbba, komið fram víða um land og stefnir svo á stóra sviðið á Þjóðhátíð. „Ég hef alltaf viljað vera söngkona, bara frá því ég fæddist. Mamma og pabbi hafa alltaf sagt að ég kunni að syngja áður en ég kunni að tala. Ég var alltaf á alls kyns námskeiðum hvort sem það var í söng, leiklist, dans eða öðru og lærði líka að spila á bassa, segir Klara sem á ekki langt að sækja áhugann. Pabbi hefur auðvitað komið víða við í tónlistarheiminum og ég hef fengið að kynnast svo mörgu í gegnum hann. En það var samt aldrei nein pressa, þetta er bara köllun hjá mér frá mínum dýpstu hjartarótum. Foreldrar mínir hafa alltaf veitt okkur bróður mínum frelsi til þess að fylgja okkar draumum og feta okkar eigin veg.“ Feðginalag sem Nylon sló í gegn með Klara og pabbi hennar hafa gefið út lag saman sem er ansi verðmætt fyrir feðginin. „Þegar ég var tólf ára var pabbi að gefa út tuttugu ára afmælisplötu með öllum vinsælustu lögunum hans. Hann vantaði einhvern til að syngja ábreiðu af laginu Síðasta sumar sem hann gerði fyrir stelpusveitina Nylon á sínum tíma.“ Klara gaf út ábreiðu af laginu Síðasta sumar þegar hún var tólf ára gömul en faðir hennar samdi lagið og útkoman er æðisleg!Vísir/Lýður Klara Elías söng ábreiðu af Skímó laginu Farinn þannig hann þurfti einhverja aðra söngkonu til að syngja þetta. „Mig langaði svo mikið að gera það og hann samþykkti að gefa mér tækifæri til að prófa að syngja þetta lag. Við mættum í stúdíóið og tókum þetta upp bara í einni runu. Ég held að honum hafi bara litist vel á þetta og hann ákvað að gefa þetta út en það var sko ekkert skrifað í stein að ég hefði fengið að syngja þetta, ég þurfti að sanna mig. Hann söng svo bakraddir inn á lagið þannig það er mjög verðmætt að eiga þetta saman.“ Hér má hlusta á flutning Klöru af laginu Síðasta sumar: „Það er rosa verðmætt og skemmtilegt að eiga pabba að og fá öll bestu ráðin frá honum. En svo er hann líka bara pabbi minn, stundum getur maður auðvitað verið smá unglingur í sér og hugsað oh, pabbi hættu þessu, lang oftast veit hann þó algjörlega hvað hann er að tala um og það er verðmætt að læra af honum.“ Alltaf dýrkað athyglina Að sama skapi þarf Klara alltaf að vera samkvæm sjálfri sér. „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það.“ Feimni hefur aldrei hrjáð þessa ungu listakonu. „Ég hef alltaf dýrkað að vera á sviði og taka pláss. Á jólunum er hefð enn þann dag í dag að ég heimta alltaf að vera pakkastjóri, þó að það séu yngri krakkar núna í fjölskyldunni. Ég fæ að taka alla jólapakka og dreifi þeim, ræð hver opnar hverju sinni og svo spara ég alla mína pakka þar til í lok kvölds og nýt þess að opna þá alla í einu,“ segir Klara og skellir upp úr. „Ég hef bara alltaf elskað að vera smá miðpunktur athyglinnar og ég verð bara að hafa gaman að því.“ View this post on Instagram A post shared by klara einarsdóttir (@klaraeinarsdottirr) Stöðugt að ögra sér Klara stefnir langt í tónlistinni og hefur ótrúlega gaman að henni. Hún sækir innblásturinn víða og segist meðal annars dreyma um að koma fram með fullt af dönsurum, konfetti sprengjum, trylltum lúkkum, sjónrænni list og alls konar eins og þessar stærstu poppstjörnur sem hún dáist að. „Ég elska sviðið en auðvitað er maður oft eitthvað smá meðvitaður um sig. Mér finnst ég kannski mest finna fyrir því fyrir gigg þegar ég veit ekki hvernig salur er að taka á móti mér og hvernig fólk bregst við. En um leið og ég fer upp á svið og heyri byrjunina á laginu þá kikkar adrenalínið inn. Það sem við mannfólkið eigum sameiginlegt er að okkur finnst öllum gaman að hafa gaman. Mér finnst það koma mér langt að vera hress og skemmtileg og leyfa mér að vera ég sjálf, svo bara reddast alltaf allt. En það er auðvitað meira en að segja það að koma fram fyrir hóp fólks og vera í fimmta gír í fullu fjöri. Ég dáist að öllu tónlistarfólki, maður þarf stöðugt að vera að ögra sér. Stundum kannski líður manni eitthvað óþægilega en þá er svo mikilvægt að bara kýla á þetta, keyra orkuna upp og fagna því að geta verið þú sjálf. Það hjálpar manni líka bara svo mikið að brosa, þá ósjálfrátt kemstu í betra skap finnst mér. Hressleikinn er mér líka mjög eðlislægur, ég var oft að gera allt vitlaust heima því ég var svo mikill orkubolti,“ segir Klara hlæjandi. Bara æðislegt að vera smá „cringe“ Klara er stöðugt með hugann við tónlistina. „Ég elska að skrifa texta og er stanslaust að taka upp hljóðupptöku í símann minn þegar mér dettur eitthvað í hug. Ég elska allt við þetta ferli sem tónlistin er.“ Hér má hlusta á nýjasta lagið hennar Ef þú þorir: Hún fetar sína eigin braut og reynir eftir fremsta megni að missa ekki svefn yfir áliti annarra. „Auðvitað hefur það alveg áhrif á mann hvað öðru fólki finnst og í gegnum unglingsárin mín var það alltaf bak við eyrað, hvað ætli þessum finnist? En svo finn ég að þessar áhyggjur eru stöðugt að minnka. Mér finnst bara æðislegt að vera smá „cringe“, skiptir engu máli ef einhverjum finnst ég asnaleg. Það er svo leiðinlegt að pæla í því hvað öðru fólki finnst. Þegar allt kemur til alls eru allir líka að pæla mest í sér sjálfum. Þegar ég var yngri þá leið mér stundum svo illa með sjálfa mig, ég man sérstaklega eftir því þegar maður fékk samfélagsmiðlana upp í hendurnar. Þá byrjaði rosalegur samanburður og það var oft einhvern veginn verið að bera þessa saman við hina. Ég var að fá mjög léleg og leiðinleg komment frá jafnöldrum en svo ákvað ég að reyna mitt besta til þess að stíga upp úr því og láta það ekki hafa áhrif. Ég lærði mjög ung að hætta að taka frekar mark á öðrum en mér og stend fast með sjálfri mér, sem ég er svo þakklát fyrir. Ég er aldrei að fara að taka þátt í einhverju neikvæðu skítkasti og forðast neikvæðu kommentin rosalega mikið. Jákvæðni og góð orka er það sem mér finnst mikilvægast að leggja upp úr.“ Lét vinkonu sína kynna sig inn Stundum segist Klara þurfa að gera sér upp sjálfstraust og það endi alltaf sem alvöru. „Ég hef oft þurft að plata mig að ég sé full af sjálfsöryggi og svo kemur það. Ég hef líka eiginlega bara alltaf kýlt á hlutina og verið rosa köld. Vinkonur mínar þekkja það sérstaklega vel,“ segir Klara kímin og bætir við: „Til dæmis var ég að spila fyrir Nova á Þjóðhátíð í fyrra og rétt áður en ég byrjaði sagði ég við vinkonur mínar að þær yrðu að koma með mér upp á svið. Á sviðinu rétti ég vinkonu minni svo míkrófóninn og sagði: „Þú verður að kynna mig inn“ sem hún gerði svo snilldarlega. Ég á bestu vinkonur í heimi sem hafa líka svo gaman að þessu og styðja mig svo ótrúlega mikið. Þær eru tilbúnar að gera allt með mér og ég tek alltaf nána vinkonu með á gigg. Þær hafa líka fylgt mér alveg frá því ég byrjaði.“ View this post on Instagram A post shared by klara einarsdóttir (@klaraeinarsdottirr) Fjölskylda Klöru hefur að hennar sögn líka alltaf verið náin og treyst hvert öðru vel. „Við höfum alltaf verið mjög náin og það hafa alltaf verið regluleg samtöl þar sem við setjumst niður og förum yfir allt sem er að frétta. Alltaf svona jæja, nú tökum við fjölskyldufund. Við mamma alltaf verið bestu vinkonur og pabbi líka alltaf minn besti vinur. Það er alltaf hægt að tala við þau og þau leggja mikið á sig að skilja hvað við Einar bróðir erum að segja og meina. Við stöndum rosa þétt saman fjölskyldan og það er ótrúlega verðmætt.“ Stóra sviðið á Þjóðhátíð Það er svo sannarlega margt fram undan hjá Klöru, sem stígur á svið á Kótelettunni um miðjan júlí og er svo á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by klara einarsdóttir (@klaraeinarsdottirr) „Það var súrrealískt að heyra að ég yrði á stóra sviðinu, ég bara trúi þessu ekki. Þetta er búið að vera draumur hjá mér alveg síðan ég vissi að Þjóðhátíð væri til. Við fjölskyldan höfum farið saman öll fjögur síðastliðin ár og ég man alltaf í brekkusöngnum eftir að hafa horft á sviðið og hugsað: „Vá hvað það væri gaman að spila þarna. Þannig þetta er algjör draumur að rætast og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allt, vini mína, fjölskylduna og líka bara allt peppið, útvarpsviðtölin og fleira. Ég reyni að vera rosa virk að gefa út og koma mér á framfæri. Það er svo mikilvægt að halda sér á tánum, um leið og það er ekkert að frétta þá fer boltinn eitthvert annað. Ég er stöðugt að hugsa hvað er næst! Ég þarf líka alltaf að leggja inn vinnuna með stanslausum æfingum þannig við erum á fullu að undirbúa þessi stóru gigg. Elskar ástina Að lokum berst talið að ástinni. „Ég er bara mjög einhleyp sko,“ segir Klara hlæjandi og bætir við: „Þannig heyrið bara í mér.“ Hún segist taka ástinni opnum örmum. „Ég er algjörlega alltaf opin fyrir ástinni og mér hefur alltaf fundist gaman að henni, ástin er svo skemmtileg.“ View this post on Instagram A post shared by klara einarsdóttir (@klaraeinarsdottirr) En hver ætli sé hennar draumamaki? „Hann verður að vera fyndinn, það er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum að geta haft þetta á léttum nótum en hann þarf líka að vera jarðtengdur og geta farið á dýptina. Mamma sagði einhvern tíma við mig að ef ég er að tala við strák á ég að ímynda mér hvernig hann væri ef ég væri að syngja á sviði. Myndi hann koma með mér, styðja mig og bíða við sviðið með úlpu fyrir mig? Þannig ég hef það alltaf svolítið bak við eyrað. Þannig stuðningsríkur, fyndinn, hress og kátur, þetta er svona það mikilvægasta.“ Hér má hlusta á Klöru Einars á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Ástin og lífið Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ófeimið barn í fjórum grunnskólum Klara Einarsdóttir er fædd árið 2006 og var nú í vor að útskrifast úr Verslunarskóla Íslands. Hún er einkadóttir Einars Bárðarsonar, umboðsmanns Íslands og tónlistarmanns, og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og á eitt systkini, bróðurinn Einar Einarsson. Fjölskyldan er náin og þau öll mjög góðir vinir sem styðja þétt við bakið á hvert öðru. „Mamma er upphaflega úr Reykjanesbæ og pabbi frá Selfossi. Við fluttum mikið í æsku og ég var í fjórum grunnskólum, meðal annars í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Það var mjög mótandi því maður þurfti að vera opinn til að kynnast fólki og koma inn sem nýja stelpan aftur og aftur. Ég hafði mjög gaman að því og hef eiginlega bara alltaf verið rosalega ófeimin,“ segir Klara brosandi. Fjölskyldan Einar, Einar, Klara og Áslaug. Facebook Lærði að syngja áður en hún talaði Hún hefur mjög glaðlega nærveru sem smitar út frá sér og hér er greinilega á ferðinni stelpa sem hefur trú á sér og sínu og stefnir langt í tónlistinni. Hún hefur nú þegar gefið út nokkur lög, þar á meðal með hljómsveitinni HúbbaBúbba, komið fram víða um land og stefnir svo á stóra sviðið á Þjóðhátíð. „Ég hef alltaf viljað vera söngkona, bara frá því ég fæddist. Mamma og pabbi hafa alltaf sagt að ég kunni að syngja áður en ég kunni að tala. Ég var alltaf á alls kyns námskeiðum hvort sem það var í söng, leiklist, dans eða öðru og lærði líka að spila á bassa, segir Klara sem á ekki langt að sækja áhugann. Pabbi hefur auðvitað komið víða við í tónlistarheiminum og ég hef fengið að kynnast svo mörgu í gegnum hann. En það var samt aldrei nein pressa, þetta er bara köllun hjá mér frá mínum dýpstu hjartarótum. Foreldrar mínir hafa alltaf veitt okkur bróður mínum frelsi til þess að fylgja okkar draumum og feta okkar eigin veg.“ Feðginalag sem Nylon sló í gegn með Klara og pabbi hennar hafa gefið út lag saman sem er ansi verðmætt fyrir feðginin. „Þegar ég var tólf ára var pabbi að gefa út tuttugu ára afmælisplötu með öllum vinsælustu lögunum hans. Hann vantaði einhvern til að syngja ábreiðu af laginu Síðasta sumar sem hann gerði fyrir stelpusveitina Nylon á sínum tíma.“ Klara gaf út ábreiðu af laginu Síðasta sumar þegar hún var tólf ára gömul en faðir hennar samdi lagið og útkoman er æðisleg!Vísir/Lýður Klara Elías söng ábreiðu af Skímó laginu Farinn þannig hann þurfti einhverja aðra söngkonu til að syngja þetta. „Mig langaði svo mikið að gera það og hann samþykkti að gefa mér tækifæri til að prófa að syngja þetta lag. Við mættum í stúdíóið og tókum þetta upp bara í einni runu. Ég held að honum hafi bara litist vel á þetta og hann ákvað að gefa þetta út en það var sko ekkert skrifað í stein að ég hefði fengið að syngja þetta, ég þurfti að sanna mig. Hann söng svo bakraddir inn á lagið þannig það er mjög verðmætt að eiga þetta saman.“ Hér má hlusta á flutning Klöru af laginu Síðasta sumar: „Það er rosa verðmætt og skemmtilegt að eiga pabba að og fá öll bestu ráðin frá honum. En svo er hann líka bara pabbi minn, stundum getur maður auðvitað verið smá unglingur í sér og hugsað oh, pabbi hættu þessu, lang oftast veit hann þó algjörlega hvað hann er að tala um og það er verðmætt að læra af honum.“ Alltaf dýrkað athyglina Að sama skapi þarf Klara alltaf að vera samkvæm sjálfri sér. „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það.“ Feimni hefur aldrei hrjáð þessa ungu listakonu. „Ég hef alltaf dýrkað að vera á sviði og taka pláss. Á jólunum er hefð enn þann dag í dag að ég heimta alltaf að vera pakkastjóri, þó að það séu yngri krakkar núna í fjölskyldunni. Ég fæ að taka alla jólapakka og dreifi þeim, ræð hver opnar hverju sinni og svo spara ég alla mína pakka þar til í lok kvölds og nýt þess að opna þá alla í einu,“ segir Klara og skellir upp úr. „Ég hef bara alltaf elskað að vera smá miðpunktur athyglinnar og ég verð bara að hafa gaman að því.“ View this post on Instagram A post shared by klara einarsdóttir (@klaraeinarsdottirr) Stöðugt að ögra sér Klara stefnir langt í tónlistinni og hefur ótrúlega gaman að henni. Hún sækir innblásturinn víða og segist meðal annars dreyma um að koma fram með fullt af dönsurum, konfetti sprengjum, trylltum lúkkum, sjónrænni list og alls konar eins og þessar stærstu poppstjörnur sem hún dáist að. „Ég elska sviðið en auðvitað er maður oft eitthvað smá meðvitaður um sig. Mér finnst ég kannski mest finna fyrir því fyrir gigg þegar ég veit ekki hvernig salur er að taka á móti mér og hvernig fólk bregst við. En um leið og ég fer upp á svið og heyri byrjunina á laginu þá kikkar adrenalínið inn. Það sem við mannfólkið eigum sameiginlegt er að okkur finnst öllum gaman að hafa gaman. Mér finnst það koma mér langt að vera hress og skemmtileg og leyfa mér að vera ég sjálf, svo bara reddast alltaf allt. En það er auðvitað meira en að segja það að koma fram fyrir hóp fólks og vera í fimmta gír í fullu fjöri. Ég dáist að öllu tónlistarfólki, maður þarf stöðugt að vera að ögra sér. Stundum kannski líður manni eitthvað óþægilega en þá er svo mikilvægt að bara kýla á þetta, keyra orkuna upp og fagna því að geta verið þú sjálf. Það hjálpar manni líka bara svo mikið að brosa, þá ósjálfrátt kemstu í betra skap finnst mér. Hressleikinn er mér líka mjög eðlislægur, ég var oft að gera allt vitlaust heima því ég var svo mikill orkubolti,“ segir Klara hlæjandi. Bara æðislegt að vera smá „cringe“ Klara er stöðugt með hugann við tónlistina. „Ég elska að skrifa texta og er stanslaust að taka upp hljóðupptöku í símann minn þegar mér dettur eitthvað í hug. Ég elska allt við þetta ferli sem tónlistin er.“ Hér má hlusta á nýjasta lagið hennar Ef þú þorir: Hún fetar sína eigin braut og reynir eftir fremsta megni að missa ekki svefn yfir áliti annarra. „Auðvitað hefur það alveg áhrif á mann hvað öðru fólki finnst og í gegnum unglingsárin mín var það alltaf bak við eyrað, hvað ætli þessum finnist? En svo finn ég að þessar áhyggjur eru stöðugt að minnka. Mér finnst bara æðislegt að vera smá „cringe“, skiptir engu máli ef einhverjum finnst ég asnaleg. Það er svo leiðinlegt að pæla í því hvað öðru fólki finnst. Þegar allt kemur til alls eru allir líka að pæla mest í sér sjálfum. Þegar ég var yngri þá leið mér stundum svo illa með sjálfa mig, ég man sérstaklega eftir því þegar maður fékk samfélagsmiðlana upp í hendurnar. Þá byrjaði rosalegur samanburður og það var oft einhvern veginn verið að bera þessa saman við hina. Ég var að fá mjög léleg og leiðinleg komment frá jafnöldrum en svo ákvað ég að reyna mitt besta til þess að stíga upp úr því og láta það ekki hafa áhrif. Ég lærði mjög ung að hætta að taka frekar mark á öðrum en mér og stend fast með sjálfri mér, sem ég er svo þakklát fyrir. Ég er aldrei að fara að taka þátt í einhverju neikvæðu skítkasti og forðast neikvæðu kommentin rosalega mikið. Jákvæðni og góð orka er það sem mér finnst mikilvægast að leggja upp úr.“ Lét vinkonu sína kynna sig inn Stundum segist Klara þurfa að gera sér upp sjálfstraust og það endi alltaf sem alvöru. „Ég hef oft þurft að plata mig að ég sé full af sjálfsöryggi og svo kemur það. Ég hef líka eiginlega bara alltaf kýlt á hlutina og verið rosa köld. Vinkonur mínar þekkja það sérstaklega vel,“ segir Klara kímin og bætir við: „Til dæmis var ég að spila fyrir Nova á Þjóðhátíð í fyrra og rétt áður en ég byrjaði sagði ég við vinkonur mínar að þær yrðu að koma með mér upp á svið. Á sviðinu rétti ég vinkonu minni svo míkrófóninn og sagði: „Þú verður að kynna mig inn“ sem hún gerði svo snilldarlega. Ég á bestu vinkonur í heimi sem hafa líka svo gaman að þessu og styðja mig svo ótrúlega mikið. Þær eru tilbúnar að gera allt með mér og ég tek alltaf nána vinkonu með á gigg. Þær hafa líka fylgt mér alveg frá því ég byrjaði.“ View this post on Instagram A post shared by klara einarsdóttir (@klaraeinarsdottirr) Fjölskylda Klöru hefur að hennar sögn líka alltaf verið náin og treyst hvert öðru vel. „Við höfum alltaf verið mjög náin og það hafa alltaf verið regluleg samtöl þar sem við setjumst niður og förum yfir allt sem er að frétta. Alltaf svona jæja, nú tökum við fjölskyldufund. Við mamma alltaf verið bestu vinkonur og pabbi líka alltaf minn besti vinur. Það er alltaf hægt að tala við þau og þau leggja mikið á sig að skilja hvað við Einar bróðir erum að segja og meina. Við stöndum rosa þétt saman fjölskyldan og það er ótrúlega verðmætt.“ Stóra sviðið á Þjóðhátíð Það er svo sannarlega margt fram undan hjá Klöru, sem stígur á svið á Kótelettunni um miðjan júlí og er svo á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by klara einarsdóttir (@klaraeinarsdottirr) „Það var súrrealískt að heyra að ég yrði á stóra sviðinu, ég bara trúi þessu ekki. Þetta er búið að vera draumur hjá mér alveg síðan ég vissi að Þjóðhátíð væri til. Við fjölskyldan höfum farið saman öll fjögur síðastliðin ár og ég man alltaf í brekkusöngnum eftir að hafa horft á sviðið og hugsað: „Vá hvað það væri gaman að spila þarna. Þannig þetta er algjör draumur að rætast og ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allt, vini mína, fjölskylduna og líka bara allt peppið, útvarpsviðtölin og fleira. Ég reyni að vera rosa virk að gefa út og koma mér á framfæri. Það er svo mikilvægt að halda sér á tánum, um leið og það er ekkert að frétta þá fer boltinn eitthvert annað. Ég er stöðugt að hugsa hvað er næst! Ég þarf líka alltaf að leggja inn vinnuna með stanslausum æfingum þannig við erum á fullu að undirbúa þessi stóru gigg. Elskar ástina Að lokum berst talið að ástinni. „Ég er bara mjög einhleyp sko,“ segir Klara hlæjandi og bætir við: „Þannig heyrið bara í mér.“ Hún segist taka ástinni opnum örmum. „Ég er algjörlega alltaf opin fyrir ástinni og mér hefur alltaf fundist gaman að henni, ástin er svo skemmtileg.“ View this post on Instagram A post shared by klara einarsdóttir (@klaraeinarsdottirr) En hver ætli sé hennar draumamaki? „Hann verður að vera fyndinn, það er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum að geta haft þetta á léttum nótum en hann þarf líka að vera jarðtengdur og geta farið á dýptina. Mamma sagði einhvern tíma við mig að ef ég er að tala við strák á ég að ímynda mér hvernig hann væri ef ég væri að syngja á sviði. Myndi hann koma með mér, styðja mig og bíða við sviðið með úlpu fyrir mig? Þannig ég hef það alltaf svolítið bak við eyrað. Þannig stuðningsríkur, fyndinn, hress og kátur, þetta er svona það mikilvægasta.“ Hér má hlusta á Klöru Einars á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Ástin og lífið Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira