Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 30. júní 2025 17:01 Suðurnesjalína 2 mun liggja við hlið Suðurnesjalínu 1. Landsnet Hæstiréttur hefur samþykkt að taka mál hóps landeigenda á hendur Sveitarfélaginu Vogum og Landsneti vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 fyrir. Málið kemur ekki við í Landsrétti eins og venjan er. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Landsnet Sveitarfélagið Voga af öllum kröfum landeigenda í Vogum, sem kröfðust þess að framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 yrði ógilt, í apríl síðastliðnum. Í kjölfar dómsins reis fyrsta mastur línunnar við Kúagerði þann 21. maí. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar Héraðsdómur sá hvorki forms- né efnisgalla Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni landeigendanna, sem tekin var á föstudag en birt í dag, segir að málið lúti að kröfu landeigenda um ógildingu framkvæmdaleyfis Landsnets hf. sem samþykkt hafi verið af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 30. júní 2023 og gefið út 25. janúar 2024 sem og úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 25. janúar 2024, þar sem kröfu um að fyrrgreind ákvörðun yrði felld úr gildi hafi verið hafnað. Í dómi héraðsdóms hefði komið fram að í áliti Skipulagsstofnunar 22. apríl 2020 hefði hún talið umhverfismat Suðurnesjalínu 2 sýna fram á að lagning línunnar sem jarðstrengs væri best til þess fallin að draga eins og kostur væri úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar. Jafnframt að æskilegasti kosturinn væri valkostur B, það er jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Aðalvalkostur Landsnets hf. hefði verið valkostur C, loftlína, og samkvæmt mati Skipulagstofnunar hefði hann mest neikvæð áhrif allra skoðaðra valkosta. Héraðsdómur hefði talið ljóst að möguleiki á að leggja jarðstreng í stað loftlínu hefði verið ítarlega rannsakaður. Hefði Sveitarfélagið Vogar uppfyllt með fullnægjandi hætti rannsóknarskyldu sína áður en ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis hefði verið tekin samkvæmt stjórnsýslulögum, skipulagslögum og lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þá hefði efni rökstuðningsins verið í samræmi við stjórnsýslulög. Því hefði verið talið að málefnalegar ástæður hefðu legið til grundvallar veitingu leyfisins og að álit Skipulagsstofnunar hefði með rökstuddum hætti verið lagt til grundvallar við ákvörðunina og rökstutt sérstaklega af hverju vikið hefði verið frá niðurstöðu þess. Framkvæmdin þjónaði mikilvægum almannahagsmunum og því ekki unnt að fallast á að hún bryti gegn eignarrétti leyfisbeiðanda samkvæmt stjórnarskrá. Ákvörðun um leiðarval gagnaðila Landsnets hf. og gagnaðila sveitarfélagsins Voga um að veita framkvæmdaleyfi hefði ráðist af mörgum atriðum sem hefðu verið vegin og metin með rökstuddum og málefnalegum hætti. Þá hefði héraðsdómur ekki fallisst á að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu eða aðrir annmarkar hefðu verið á ákvörðun Sveitarfélagsins Voga. Héraðsdómur hefði því komist að þeirri niðurstöðu að engir form- eða efnisannmarkar hefðu verið á undirbúningi eða meðferð málsins sem leitt gætu til þess að framkvæmdaleyfi sem Sveitarfélagið Vogar veitti Landsneti hf. yrði ógilt Vildu sneiða fram hjá Landsrétti Í ákvörðuninni segir að landeigendurnir hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulega almenna þýðingu um beitingu réttarreglna, geti haft fordæmisgildi fyrir réttarframkvæmd og hafi verulega samfélagslega þýðingu. Það hafi einnig verulegt fordæmisgildi til frambúðar fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa sem sæti umhverfismati og þá eftir atvikum í andstöðu við mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum eins og hér hátti til. Málið varði jafnframt rétt almennings til þátttöku í ákvarðanatöku sem hafi áhrif á umhverfið og grenndarhagsmuni þeirra. Mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort og þá á hvaða grundvelli heimilt sé að víkja frá áliti Skipulagsstofnunar um þann valkost sem hafi í för með sér minnst neikvæð áhrif á umhverfi og leggja þess í stað til grundvallar valkost sem hafi í för með sér mest neikvæð áhrif samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar. Í niðurstöðu réttarins segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá séu ekki til staðar í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðenda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar sé því samþykkt. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Landsnet Sveitarfélagið Voga af öllum kröfum landeigenda í Vogum, sem kröfðust þess að framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 yrði ógilt, í apríl síðastliðnum. Í kjölfar dómsins reis fyrsta mastur línunnar við Kúagerði þann 21. maí. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar Héraðsdómur sá hvorki forms- né efnisgalla Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni landeigendanna, sem tekin var á föstudag en birt í dag, segir að málið lúti að kröfu landeigenda um ógildingu framkvæmdaleyfis Landsnets hf. sem samþykkt hafi verið af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 30. júní 2023 og gefið út 25. janúar 2024 sem og úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 25. janúar 2024, þar sem kröfu um að fyrrgreind ákvörðun yrði felld úr gildi hafi verið hafnað. Í dómi héraðsdóms hefði komið fram að í áliti Skipulagsstofnunar 22. apríl 2020 hefði hún talið umhverfismat Suðurnesjalínu 2 sýna fram á að lagning línunnar sem jarðstrengs væri best til þess fallin að draga eins og kostur væri úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar. Jafnframt að æskilegasti kosturinn væri valkostur B, það er jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Aðalvalkostur Landsnets hf. hefði verið valkostur C, loftlína, og samkvæmt mati Skipulagstofnunar hefði hann mest neikvæð áhrif allra skoðaðra valkosta. Héraðsdómur hefði talið ljóst að möguleiki á að leggja jarðstreng í stað loftlínu hefði verið ítarlega rannsakaður. Hefði Sveitarfélagið Vogar uppfyllt með fullnægjandi hætti rannsóknarskyldu sína áður en ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis hefði verið tekin samkvæmt stjórnsýslulögum, skipulagslögum og lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þá hefði efni rökstuðningsins verið í samræmi við stjórnsýslulög. Því hefði verið talið að málefnalegar ástæður hefðu legið til grundvallar veitingu leyfisins og að álit Skipulagsstofnunar hefði með rökstuddum hætti verið lagt til grundvallar við ákvörðunina og rökstutt sérstaklega af hverju vikið hefði verið frá niðurstöðu þess. Framkvæmdin þjónaði mikilvægum almannahagsmunum og því ekki unnt að fallast á að hún bryti gegn eignarrétti leyfisbeiðanda samkvæmt stjórnarskrá. Ákvörðun um leiðarval gagnaðila Landsnets hf. og gagnaðila sveitarfélagsins Voga um að veita framkvæmdaleyfi hefði ráðist af mörgum atriðum sem hefðu verið vegin og metin með rökstuddum og málefnalegum hætti. Þá hefði héraðsdómur ekki fallisst á að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu eða aðrir annmarkar hefðu verið á ákvörðun Sveitarfélagsins Voga. Héraðsdómur hefði því komist að þeirri niðurstöðu að engir form- eða efnisannmarkar hefðu verið á undirbúningi eða meðferð málsins sem leitt gætu til þess að framkvæmdaleyfi sem Sveitarfélagið Vogar veitti Landsneti hf. yrði ógilt Vildu sneiða fram hjá Landsrétti Í ákvörðuninni segir að landeigendurnir hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulega almenna þýðingu um beitingu réttarreglna, geti haft fordæmisgildi fyrir réttarframkvæmd og hafi verulega samfélagslega þýðingu. Það hafi einnig verulegt fordæmisgildi til frambúðar fyrir útgáfu framkvæmdaleyfa sem sæti umhverfismati og þá eftir atvikum í andstöðu við mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum eins og hér hátti til. Málið varði jafnframt rétt almennings til þátttöku í ákvarðanatöku sem hafi áhrif á umhverfið og grenndarhagsmuni þeirra. Mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort og þá á hvaða grundvelli heimilt sé að víkja frá áliti Skipulagsstofnunar um þann valkost sem hafi í för með sér minnst neikvæð áhrif á umhverfi og leggja þess í stað til grundvallar valkost sem hafi í för með sér mest neikvæð áhrif samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar. Í niðurstöðu réttarins segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá séu ekki til staðar í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðenda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar sé því samþykkt.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira