Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2025 15:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun