Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2025 15:01 Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara. Stjórnarandstaðan leggst gegn frumvarpinu en ef það nær ekki framgangi mun hækkun á greiðslum frá Tryggingastofnun leiða til skertra greiðslna frá lífeyrissjóðum til öryrkja. Ávinningurinn af nýju örorkulífeyriskerfi myndi þannig að óbreyttu verða enginn fyrir öryrkja. Þeir færu enn á ný á byrjunarreit þar sem greiðslur sem þeir hafa notið frá lífeyrissjóðum munu skerðast vegna þeirrar kjarabótar sem nýtt örorkulífeyriskerfi á að tryggja þeim. Stjórnarandstaðan hefur lagst alfarið gegn málinu þrátt fyrir að það muni að öllum líkindum leiða af sér aukna atvinnuþátttöku og bætt kjör öryrkja. Í stað þess að taka undir málið og gera það að einhverju leyti að sínu tekur Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins upp á því að útmála það á versta mögulega veg í grein á Vísi. Gerir hún því skóna að með frumvarpinu „sé verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum,“ og segir það skammarlegt. Þetta segir hún þrátt fyrir að ríkið eigi í samningaviðræðum við lífeyrissjóði um hvernig megi leysa vandann sem felst í mismunandi örorkubyrði þeirra. Ef markmið frumvarpsins ná fram að ganga munu öryrkjar að auki augljóslega greiða meira til lífeyrissjóðanna en þeir gera nú. Núverandi forysta Framsóknarflokksins þarf að skýra það nánar hvernig aukin virkni og atvinnuþátttaka örorkulífeyrisþega og bætt kjör þeirra er sérstök ógn við eldri borgara. Þetta er allt hinn undarlegasti málatilbúnaður. Staðreyndin er að ellilífeyrisþegar drógust aftur úr kjörum annarra í valdatíð síðustu ríkisstjórnar VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Það er þess vegna ómerkilegt að stilla öryrkjum upp sem einhverjum afætum. Þingflokksformanni Framsóknar væri nær að horfa til ábyrgrar forystu Framsóknarflokksins í þessum efnum því nýtt örorkulífeyriskerfi sem tekur gildi í haust er samkvæmt lögum frá ríkisstjórn sem Framsóknarflokkurinn átti aðild að. Hún er að saka aðra um það sem hún gerði sjálf. Nýja kerfið á að auðvelda þátttöku og endurkomu einstaklinga á vinnumarkað eftir áföll þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnuþátttöku og njóti stuðnings við atvinnuleit. Hlutaörorkulífeyrir er til að mynda nýmæli og hluti af nýja kerfinu. Það veitir einstaklingum með 25–50 prósent getu til virkni á vinnumarkaði mun hærra frítekjumark vegna atvinnutekna, 250.000 kr. á mánuði, og almennt frítekjumark að fjárhæð 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins sjáum það í hendi okkar að málið muni auka virkni og líðan öryrkja. Gera þeim kleift að taka virkari þátt í samfélaginu öllu samfélaginu til heilla. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun