Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar 30. júní 2025 08:03 Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt er að fiskeldið spilar hér lykilhlutverk. Fiskeldi hefur verið mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og er líklega ein mikilvægasta byggðaaðgerð síðustu ára. Fiskeldi var mikið í umræðunni í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar sl. haust, sérstaklega í landsbyggðarkjördæmunum. Andstæðingar fiskeldis í sjó töluðu mikið gegn því og héldu fundi víða um land, t.d. í Norðvesturkjördæmi, í tengslum við sýningar á myndinni Árnar þagna. Fiskeldi í sjó hefur verið mjög umdeilt og sætt mikilli andstöðu umhverfissinna og þeirra sem segja að það stefni villta laxastofninum í hættu með slysasleppingum og sjúkdómum. Án efa var þetta eitt umdeildasta mál kosningabaráttunnar. Í kosningabaráttunni talaði ég máli fiskeldis og mikilvægi þess fyrir atvinnulíf og verðmætasköpun á landsbyggðinni og ekki síst á Vestfjörðum, sem hafa, með uppbyggingu fiskeldis, verið að koma upp úr áratuga öldudal. Ég lagði áherslu á að fiskeldi væri gríðarlega mikilvægt fyrir brothættar byggðir á Vestfjörðum og skapi þar örugg og vel launuð störf sem skipti sköpum fyrir þær. Þetta voru helstu rökin fyrir fiskeldi í sjó og réttlætti atvinnuuppbyggingu á þessari umdeildu atvinnugrein og að leggja fallega firði Vestfjarða undir hana. Ég tel að fiskeldi hafi snúið við áratuga gamalli neikvæðri byggðaþróun í byggðum sem hafa átt undir högg að sækja. Þingeyri við Dýrafjörð er dæmi um þennan viðsnúning, en fyrirtækið Arctic Fish hefur verið með fiskeldi þar og mestan hluta starfsemi sinnar. Arctic Fish hefur starfsleyfi til að ala allt að 10.000 tonn af laxfiski í sjókvíum í Dýrafirði. Þetta leyfi er hluti af sjálfbæru fiskeldi sem fyrirtækið leggur áherslu á. Þetta gerir framleiðsluverðmæti í Dýrafirði um 10 milljarða króna virði miðað við að kílóverð á eldisfiski sé um 1.000 kr. Þingeyri hefur verið brothætt byggð og Byggðastofnun hefur lagt kvóta og fjármagn í verkefni til að reyna að efla byggðina. Fiskeldið í firðinum var farið að hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæði var farið að seljast og yngra fólk farið að koma sér fyrir með fjölskyldum sínum. Framtíðin var björt enda góð störf í boði á Þingeyri við þá gríðarlegu verðmætasköpun sem varð til í firðinum. Þá koma fréttir af því Arctic Fish hafi ákveðið að flytja fóðurstöð sína, sem sinnir fiskeldinu í Dýrafirði, frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns sem starfa við stöðina á Þingeyri og búa í bænum og hafa kosið að búa þar og vilja sinna mikilvægum störfum sínum þar við verðmætasköpun í firðinum sínum. Þetta er fjölskyldufólk sem hefur komið sér upp húsnæði og er með börn í leikskóla en því verður nú gert að aka 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. Þessi ákvörðun mun skerða lífsgæði þeirra íbúa Þingeyrar sem starfa fyrir Arctic Fish. Flutningur á níu störfum eru mikið högg fyrir atvinnulíf tæplega 300 manna byggðarlags, sem var að rétta úr kútnum. Hér er um að ræða gríðarlega mikilvægt mál fyrir Þingeyri og íbúa Dýrafjarðar á svo margan hátt. Það hefur verið litið á fiskeldi sem mikilvæga byggðaaðgerð og þá ekki síst gagnvart brothættum byggðum. Með ákvörðun sinni er Arctic Fish að gera þær röksemdir að nánast engu að fiskeldi á Íslandi, sem verið hefur umdeilt, feli í sér mikinn stuðning við brothættar byggðir. Þessi ákvörðun fyrirtækisins grefur jafnframt undan þeim rökum að fiskeldi sé mikilvæg byggðaaðgerð í þeim fjörðum þar sem það er stundað. Þegar mikilvæg störf við fóðrun fiska í eldisfirði eru flutt þaðan er fiskeldi þar ekki mikilvæg byggðaaðgerð. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social Responsibility, CSR) vísar til þeirrar skyldu og ábyrgðar sem fyrirtæki taka á sig til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, umhverfið og hagkerfið. Þetta felur í sér að fyrirtæki leitist við að starfa á siðferðilega réttan hátt og taka tillit til hagsmuna allra hagsmunaaðila, eins og starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfisins. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki bara að borga skattana sína, heldur leið til að sýna fram á að fyrirtæki starfar ekki einungis í hagnaðarskyni heldur einnig með samfélagslega velferð að leiðarljósi. Markmið samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja er að skapa jákvæð áhrif á samfélagið. Augljóst er að ákvörðun Arctic Fish um flutning starfa frá Þingeyri hefur ekki verið tekin með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Hún er engin, hvorki gagnvart Þingeyri né starfsmönnum fyrirtækisins sem þar búa og er nú gert að aka 100 km daglega til og frá vinnu. Flutningur starfa frá Þingeyri mun ekki hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Dýrafirði, heldur þvert á móti. Í Dýrafirði er langstærstur hluti framleiðslu Arctic Fish og þaðan kemur stærstur hluti tekna fyrirtækisins. Dýrfirðingar og Þingeyringar þurfa nú að horfa upp á að góð störf við verðmætasköpun í firðinum sínum séu flutt til Ísafjarðar. Rökin um að fiskeldi endurreisi og efli atvinnulíf í brothættum sjávarbyggðum, byggðum sem urðu illa úti í samþjöppunum kvótakerfisins, halda varla vatni lengur. Eingöngu allra nauðsynlegustu störfin verða eftir í fjörðunum þar sem verðmætasköpunin og eldiskvíarnar eru. Ekki er hægt annað en að skora á Arctic Fish að sýna samfélagslega ábyrgð og endurskoða ákvörðun sína um flutning þessara mikilvægu starfa frá Þingeyri og stuðla þannig að sátt um atvinnugreinina í samfélaginu, og sýna jafnframt fram á það að þau veigamiklu rök sem haldið hefur verið á lofti til stuðnings henni séu ekki orðin innantóm. Höfundur er innviðaráðherra, og fer með byggðamál, og er 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Flokk fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Fiskeldi Sjókvíaeldi Landeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt er að fiskeldið spilar hér lykilhlutverk. Fiskeldi hefur verið mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og er líklega ein mikilvægasta byggðaaðgerð síðustu ára. Fiskeldi var mikið í umræðunni í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar sl. haust, sérstaklega í landsbyggðarkjördæmunum. Andstæðingar fiskeldis í sjó töluðu mikið gegn því og héldu fundi víða um land, t.d. í Norðvesturkjördæmi, í tengslum við sýningar á myndinni Árnar þagna. Fiskeldi í sjó hefur verið mjög umdeilt og sætt mikilli andstöðu umhverfissinna og þeirra sem segja að það stefni villta laxastofninum í hættu með slysasleppingum og sjúkdómum. Án efa var þetta eitt umdeildasta mál kosningabaráttunnar. Í kosningabaráttunni talaði ég máli fiskeldis og mikilvægi þess fyrir atvinnulíf og verðmætasköpun á landsbyggðinni og ekki síst á Vestfjörðum, sem hafa, með uppbyggingu fiskeldis, verið að koma upp úr áratuga öldudal. Ég lagði áherslu á að fiskeldi væri gríðarlega mikilvægt fyrir brothættar byggðir á Vestfjörðum og skapi þar örugg og vel launuð störf sem skipti sköpum fyrir þær. Þetta voru helstu rökin fyrir fiskeldi í sjó og réttlætti atvinnuuppbyggingu á þessari umdeildu atvinnugrein og að leggja fallega firði Vestfjarða undir hana. Ég tel að fiskeldi hafi snúið við áratuga gamalli neikvæðri byggðaþróun í byggðum sem hafa átt undir högg að sækja. Þingeyri við Dýrafjörð er dæmi um þennan viðsnúning, en fyrirtækið Arctic Fish hefur verið með fiskeldi þar og mestan hluta starfsemi sinnar. Arctic Fish hefur starfsleyfi til að ala allt að 10.000 tonn af laxfiski í sjókvíum í Dýrafirði. Þetta leyfi er hluti af sjálfbæru fiskeldi sem fyrirtækið leggur áherslu á. Þetta gerir framleiðsluverðmæti í Dýrafirði um 10 milljarða króna virði miðað við að kílóverð á eldisfiski sé um 1.000 kr. Þingeyri hefur verið brothætt byggð og Byggðastofnun hefur lagt kvóta og fjármagn í verkefni til að reyna að efla byggðina. Fiskeldið í firðinum var farið að hafa jákvæð áhrif á atvinnulíf, húsnæði var farið að seljast og yngra fólk farið að koma sér fyrir með fjölskyldum sínum. Framtíðin var björt enda góð störf í boði á Þingeyri við þá gríðarlegu verðmætasköpun sem varð til í firðinum. Þá koma fréttir af því Arctic Fish hafi ákveðið að flytja fóðurstöð sína, sem sinnir fiskeldinu í Dýrafirði, frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns sem starfa við stöðina á Þingeyri og búa í bænum og hafa kosið að búa þar og vilja sinna mikilvægum störfum sínum þar við verðmætasköpun í firðinum sínum. Þetta er fjölskyldufólk sem hefur komið sér upp húsnæði og er með börn í leikskóla en því verður nú gert að aka 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. Þessi ákvörðun mun skerða lífsgæði þeirra íbúa Þingeyrar sem starfa fyrir Arctic Fish. Flutningur á níu störfum eru mikið högg fyrir atvinnulíf tæplega 300 manna byggðarlags, sem var að rétta úr kútnum. Hér er um að ræða gríðarlega mikilvægt mál fyrir Þingeyri og íbúa Dýrafjarðar á svo margan hátt. Það hefur verið litið á fiskeldi sem mikilvæga byggðaaðgerð og þá ekki síst gagnvart brothættum byggðum. Með ákvörðun sinni er Arctic Fish að gera þær röksemdir að nánast engu að fiskeldi á Íslandi, sem verið hefur umdeilt, feli í sér mikinn stuðning við brothættar byggðir. Þessi ákvörðun fyrirtækisins grefur jafnframt undan þeim rökum að fiskeldi sé mikilvæg byggðaaðgerð í þeim fjörðum þar sem það er stundað. Þegar mikilvæg störf við fóðrun fiska í eldisfirði eru flutt þaðan er fiskeldi þar ekki mikilvæg byggðaaðgerð. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social Responsibility, CSR) vísar til þeirrar skyldu og ábyrgðar sem fyrirtæki taka á sig til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið, umhverfið og hagkerfið. Þetta felur í sér að fyrirtæki leitist við að starfa á siðferðilega réttan hátt og taka tillit til hagsmuna allra hagsmunaaðila, eins og starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfisins. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki bara að borga skattana sína, heldur leið til að sýna fram á að fyrirtæki starfar ekki einungis í hagnaðarskyni heldur einnig með samfélagslega velferð að leiðarljósi. Markmið samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja er að skapa jákvæð áhrif á samfélagið. Augljóst er að ákvörðun Arctic Fish um flutning starfa frá Þingeyri hefur ekki verið tekin með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Hún er engin, hvorki gagnvart Þingeyri né starfsmönnum fyrirtækisins sem þar búa og er nú gert að aka 100 km daglega til og frá vinnu. Flutningur starfa frá Þingeyri mun ekki hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Dýrafirði, heldur þvert á móti. Í Dýrafirði er langstærstur hluti framleiðslu Arctic Fish og þaðan kemur stærstur hluti tekna fyrirtækisins. Dýrfirðingar og Þingeyringar þurfa nú að horfa upp á að góð störf við verðmætasköpun í firðinum sínum séu flutt til Ísafjarðar. Rökin um að fiskeldi endurreisi og efli atvinnulíf í brothættum sjávarbyggðum, byggðum sem urðu illa úti í samþjöppunum kvótakerfisins, halda varla vatni lengur. Eingöngu allra nauðsynlegustu störfin verða eftir í fjörðunum þar sem verðmætasköpunin og eldiskvíarnar eru. Ekki er hægt annað en að skora á Arctic Fish að sýna samfélagslega ábyrgð og endurskoða ákvörðun sína um flutning þessara mikilvægu starfa frá Þingeyri og stuðla þannig að sátt um atvinnugreinina í samfélaginu, og sýna jafnframt fram á það að þau veigamiklu rök sem haldið hefur verið á lofti til stuðnings henni séu ekki orðin innantóm. Höfundur er innviðaráðherra, og fer með byggðamál, og er 2. þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Flokk fólksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun