„Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:16 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðun Arctic Fish um flutning fóðurstöðvar verði tekin til baka. Vísir/Vilhelm/Anton Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic Fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefði ákveðið að flytja fóðurstöð sína frá Þingeyri við Dýrafjörð til Ísafjarðar. Níu manns starfa við stöðina á Þingeyri sem nú verður sameinuð höfuðstöðvum fyrirtækisins á Ísafirði. Ákvörðun Arctic Fish hefur vakið hörð viðbrögð og sagði bæjarstjóri Ísafjarðar það sorglegt að fyrirtækið taki þessa ákvörðun sem hafi víðtæk áhrif. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis segir ákvörðunina kjaftshögg. „Verðmætasköpunin hjá þessu fyrirtæki er fyrst og fremst í Dýrafirði. Þetta er algjörlega með hreinum ólíkindum. Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein, engin. Ég skil vel reiði Þingeyrar og ég deili þeirri reiði algjörlega,“ sagði Eyjólfur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir að með ákvörðuninni sé verið að skerða lífsgæði íbúa Þingeyrar. Fjölskyldufólk sem hafi komið sér upp húsnæði og sé með börn í leikskóla þurfi nú að keyra 100 kílómetra leið til og frá vinnu allan ársins hring. „Það er verið að koma aftan að fólki, það er verið að koma aftan að íbúum Dýrafjarðar og íbúum Þingeyrar og þeirra sem voru að tala máli fiskeldisins í síðustu kosningabaráttu. Það var ekki auðveld barátta á sínum tíma. Að fyrirtækið skuli voga sér að koma svona fram við Dýrfirðinga og Þingeyringa það finnst mér algjört hneyksli.“ Skorar á fyrirtækið að taka ákvörðunina til baka Hann segir verðmætasköpun fyrirtækisins vera í Dýrafirði og eðlilegt að starfsemin sé staðsett þar. Arctic Fish er með leyfi fyrir 10.000 tonna laxeldi í firðinum „Það verður að vera samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu. Núna ef það á að koma svona fram við brothættar byggðir í firði þar sem verðmætasköpunin á sér stað. Þá er ekki mikil samfélagsleg sátt um fiskeldi í landinu.“ Hann segir málinu ekki lokið af sinni hálfu og segist ætla að beita sér fyrir því að þessi ákvörðun verði tekin til baka. „Þetta er bara ekki forsvaranlegt, ég skora á fyrirtækið ef þeir ætla að hafa einhverja samfélagslega ábyrgð gagnvart Vestfirðingum, Þingeyringum og Dýrfirðingum að taka þessa ákvörðun til baka.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Vinnumarkaður Flokkur fólksins Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira