Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júní 2025 19:21 Mikill fjöldi tók þátt í göngunni í dag. Vísir/AP Tugir þúsunda tóku þátt í baráttugöngu fyrir réttindum hinsegin fólks sem fram fór í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands í dag, í trássi við vilja stjórnvalda þar í landi sem gáfu ekki leyfi fyrir göngunni. Nokkuð bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í stjórnartíð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, en stjórn hans hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn aðgerðarsinnum fyrir réttindum hinsegin fólks og gætu þátttakendur átt sekt yfir höfði sér fyrir það eitt að taka þátt í göngunni. Sýna samstöðu með hinsegin fólki í Ungverjalandi Hópur frá Samtökunum 78 á Íslandi var meðal þátttakenda í göngunni, þeirra á meðal Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna. „Við erum hérna til þess að taka þátt í Búdapest-Pride sem er haldið núna í þrítugasta skiptið, en með dálítið öðru sniði en undanfarin ár vegna þess að það má segja að þetta séu sannarlega mótmæli vegna þess að gangan var gerð ólögleg fyrr á þessu ári,“ segir Bjarndís sem var stödd í miðri göngunni þegar fréttastofa náði af henni tali fyrr í dag. Hinsegin mótmælagöngunni mótmælt „Við höfum orðið vör við andmótmælendur og við höfum orðið vör við lögregluna. Lögreglan virðist vera meira í því hlutverki að verja þessa andmótmælendur frekar en að verja gönguna sem slíka, en við höfum ekki orðið fyrir neinu ónæði af því. Hér eru óstaðfestar fréttir um að hér séu yfir hundrað þúsund manns sem er náttúrlega talsvert fleira en einhverjir mótmælendur. Sem segir okkur svo rosa mikið um það hvaða gildi þessi ganga hefur,“ segir Bjarndís. Gleðin var við völd í Búdapest þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.AP/Rudolf Karancsi Íslenski hópurinn, líkt og aðrir þátttakendur göngunnar segir aldrei hafa komið til greina að láta hótanir stjórnvalda um mögulegar sektir stöðva sig. Mikill hugur er í fólki að sögn Bjarndísar, fagnaðarlæti brutust reglulega út og mikil samheldni ríkjandi á svæðinu þrátt fyrir mótbárur stjórnvalda. Ólíkt landsstjórninni í Ungverjalandi hefur borgarstjórinn í Búdapest staðið með skipuleggjendum göngunnar. „Ég myndi segja að það væri góð stemning og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bjarndís. Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Nokkuð bakslag hefur orðið í réttindum hinsegin fólks í stjórnartíð Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, en stjórn hans hefur hótað lagalegum aðgerðum gegn aðgerðarsinnum fyrir réttindum hinsegin fólks og gætu þátttakendur átt sekt yfir höfði sér fyrir það eitt að taka þátt í göngunni. Sýna samstöðu með hinsegin fólki í Ungverjalandi Hópur frá Samtökunum 78 á Íslandi var meðal þátttakenda í göngunni, þeirra á meðal Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna. „Við erum hérna til þess að taka þátt í Búdapest-Pride sem er haldið núna í þrítugasta skiptið, en með dálítið öðru sniði en undanfarin ár vegna þess að það má segja að þetta séu sannarlega mótmæli vegna þess að gangan var gerð ólögleg fyrr á þessu ári,“ segir Bjarndís sem var stödd í miðri göngunni þegar fréttastofa náði af henni tali fyrr í dag. Hinsegin mótmælagöngunni mótmælt „Við höfum orðið vör við andmótmælendur og við höfum orðið vör við lögregluna. Lögreglan virðist vera meira í því hlutverki að verja þessa andmótmælendur frekar en að verja gönguna sem slíka, en við höfum ekki orðið fyrir neinu ónæði af því. Hér eru óstaðfestar fréttir um að hér séu yfir hundrað þúsund manns sem er náttúrlega talsvert fleira en einhverjir mótmælendur. Sem segir okkur svo rosa mikið um það hvaða gildi þessi ganga hefur,“ segir Bjarndís. Gleðin var við völd í Búdapest þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda.AP/Rudolf Karancsi Íslenski hópurinn, líkt og aðrir þátttakendur göngunnar segir aldrei hafa komið til greina að láta hótanir stjórnvalda um mögulegar sektir stöðva sig. Mikill hugur er í fólki að sögn Bjarndísar, fagnaðarlæti brutust reglulega út og mikil samheldni ríkjandi á svæðinu þrátt fyrir mótbárur stjórnvalda. Ólíkt landsstjórninni í Ungverjalandi hefur borgarstjórinn í Búdapest staðið með skipuleggjendum göngunnar. „Ég myndi segja að það væri góð stemning og það er mikill hugur í fólki,“ segir Bjarndís.
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Forsvarsmenn Samtakanna '78 eru nú staddir í Ungverjalandi þar sem þeir hyggjast taka þátt í árlegri Pride-göngu í Búdapest sem bönnuð var af ungverskum stjórnvöldum í vetur. Skipuleggjendur hafa kallað eftir alþjóðlegri þátttöku í göngunni en viðurlög við því að taka þátt eru fjársektir. Formaður Samtakanna '78 segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að sýna samstöðu þvert á landamæri. 25. júní 2025 12:01