„Þurfum að huga að forvörnum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2025 12:05 Alma Möller segir löggjöfina setta fram til að vernda börn og ungmenni. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira