Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 18:08 Útisvæði leikskólans. Aðsend Nýr leikskóli hefur verið opnaður í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sem hefur fengið nafnið Sumarhús. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára og rúmar 150 börn. Bæjarstjóri segir opnunina mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu. Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu.
Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira