Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 14:44 Tómarúm hefur myndast í alþjóðlegum loftslagsviðræðum vegna fjarveru Bandaríkjamanna. Fundað hefur verið í Bonn í Þýskalandi undanfarna daga til þess að undirbúa stóru loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu í vetur. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira