Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 14:44 Tómarúm hefur myndast í alþjóðlegum loftslagsviðræðum vegna fjarveru Bandaríkjamanna. Fundað hefur verið í Bonn í Þýskalandi undanfarna daga til þess að undirbúa stóru loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu í vetur. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Fulltrúar flestra ríkja heims hittust á fundi í Bonn í Þýskalandi í vikunni til þess að undirbúa COP30-loftslagsráðstefnuna sem fer fram í Brasilíu síðar á þessu ári. Bandaríkjastjórn sendi engan samningamann til leiks en það hefur aldrei áður gerst frá því að alþjóðasamfélagið hóf formlegar loftslagsviðræður á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í takti við stefnu ríkisstjórnar repúblikana vestanhafs en þeir afneita staðreyndum um loftslagsbreytingar og ábyrgð manna á þeim. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur sagt sig frá Parísarsamkomulaginu en einnig freistað þess að legga stein í götu loftslagsvísindarannsókna. Þó að brotthvarf Bandaríkjanna, næstmesta losanda gróðurhúsalofttegunda í heiminum um þessar mundir og þeim mesta í sögulegu samhengi, sé mikið högg fyrir viðleitni annarra ríkja til þess að reyna að takmarka hættulega hlýnun jarðar er mörgum létt yfir því að Bandaríkjastjórn hafi ekki sent neina fulltrúa á fundinn. Margir óttuðust þannig að repúblikanastjórnin gæti reynt að spilla fyrir viðræðunum til þess að grafa undan loftslagsaðgerðum, að sögn evrópsku útgáfu Politico. „Almannarómur er að það sé ekki svo slæmt að þeir séu ekki hér. Það er auðvitað hræðilegt fyrir heiminn og að draga úr losun. En það gerir hlutina auðveldari í samningaviðræðum,“ hefur miðillinn eftir ónefndum samningamanna rómanskamerísks ríkis í Bonn. Sakna reynslu samningamannanna Fjarvera Bandaríkjanna skilur þó eftir tómarúm sem önnur ríki hafa ekki gert sig líkleg til þess að fylla enn sem komið er. Fulltrúar Evrópusambandsins, sem er nú að útvatna ýmsar loftlagsaðgerðir sínar, eru þannig sagðir halda að sér höndum meira en áður á fundum sem þessum. Fulltrúar ýmissa Evrópuríkja segja að þeir sakni reyndra samningamanna fyrri ríkisstjórna í Bandaríkjunum sem hafi stutt Evrópusambandið í mörgum máli í loftslagsviðræðum til þessa. Þeir hafi einnig staðið uppi í hárinu á ríkjum eins og Kína á þessum vettvangi. Kína, Indland og Sádi-Arabía geti nú haft meiri áhrif í fjarveru Bandaríkjanna. „Valdahlutföll hreyfast til við það að Bandaríkin séu ekki þarna, það er erfitt fyrir þróuð ríki,“ segir einn fulltrúar Evrópusambandsins. Gætu enn reynt að hleypa upp fundinum í Brasilíu Þó að Bandaríkjastjórn hafi kosið að senda engan til Bonn gæti hún enn reynt að hleypa upp stóra fundinum í Belém í Brasilíu í nóvember. Úrsögn hennar úr Parísarsamkomulaginu tekur enda ekki gildi fyrr en á næsta ári. „Þeir kusu að vera ekki hér en þeir gætu valið að vera í Belém,“ segir Ana Toni, framkvæmdastjóri COP30-ráðstefnunnar og loftslagsráðherra Brasilíu.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bandaríkin Evrópusambandið Kína Indland Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent