Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 13:32 Mikael fylgir ráðum Felix og ætlar að reyna að skora. Mikael Neville Anderson var sannfærður um að semja við sænska félagið Djurgården af liðsfélaga sínum hjá AGF, Svíanum Felix Beijmo. Yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu segir íslenska landsliðsmanninn hafa valið Djurgården fram yfir lið á meginlandi Evrópu. Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
Felix hefur verið liðsfélagi Mikaels hjá AGF síðustu tvö ár en hann er uppalinn í Stokkhólmi og varð bikarmeistari með Djurgården árið 2018. „Felix sannfærði mig um að mér myndi líða vel og ég myndi njóta þess að spila hér í Stokkhólmi, borg sem honum þykir afar vænt um sjálfum“ sagði Mikael. „Ég hlakka til þess að byrja að spila fyrir framan áhorfendurna og Felix sagði mér að reyna að skora þegar við spilum nágrannaslaginn. Ég vona að ég geti gert það og held að þessir leikir verði mjög skemmtilegir“ sagði Mikael einnig. Spilar með syni fyrrum þjálfara síns Þá sannfærði það Mikael enn frekar að sonur fyrrum þjálfara hans spilar með liði Djurgården. Brian Priske þjálfaði Mikael í akademíu Midtjyllland og sonur hans, August Priske, spilar nú með Djurgården. Brian er hins vegar þjálfari Nökkva Þeys Þórissonar hjá Sparta Rotterdam. Mikael þekkir vel til Priske feðganna. Mikael er nokkrum árum eldri en sonurinn August og spilaði því ekki með honum í akademíunni en man eftir honum frá tímanum í Midtjylland. „Frekar fyndið, faðir hans þjálfaði mig í Midtjylland og nú er ég mættur hingað að spila með syni hans. August er frábær náungi, þannig að það er mjög gott að hafa hann hér. Alltaf gott að þekkja einhvern og svo hlakka ég auðvitað til að kynnast öllum öðrum.“ Kaus Svíþjóð frekar en meginlandið Mikael valdi að semja við Djurgården frekar en lið í Belgíu og Hollandi sem höfðu sýnt honum áhuga. „Meginland Evrópu hefði verið eðlilegt skref á þessu stigi á hans ferli, en hann hefur heyrt góða hluti um félagið og vildi koma hingað til Djurgården. Augljóslega hefur hann lært vel af Felix Beijmo sem hefur talað vel um Djurgården og það á líka við um August Priske, sem hann hefur spilað með“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgården, Bosse Andersson. Bosse sagði þjálfara liðsins, Jani Honkavaara, hafa miklar mætur á Mikael og líklega myndi hann leysa stöður á miðjunni, áttuna eða tíuna, frekar en að vera úti á kanti eins og oft hjá AGF.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira