Nýtt heimsmet sett: „Sé því að ég á að geta gert miklu betur“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 10:03 Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmethafi í bakgarðshlaupum. Vísir/Sigurjón Phil Gore frá Ástralíu er nýr heimsmethafi í bakgarðshlaupum eftir keppni sem stóð yfir í fimm sólarhringa. Íslandsmethafi í íþróttinni segir það stóru spurninguna hvort einhver takmörk séu fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa. Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Sjá meira
Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Sjá meira