Nýtt heimsmet sett: „Sé því að ég á að geta gert miklu betur“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 10:03 Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmethafi í bakgarðshlaupum. Vísir/Sigurjón Phil Gore frá Ástralíu er nýr heimsmethafi í bakgarðshlaupum eftir keppni sem stóð yfir í fimm sólarhringa. Íslandsmethafi í íþróttinni segir það stóru spurninguna hvort einhver takmörk séu fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa. Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Sjá meira
Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Sjá meira