Þrír aðrir voru á vettvangi en þá sakaði ekki, að sögn lögreglu.
Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari til fréttastofu að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið kölluð að húsi í Sandgerði skömmu eftir hádegi í dag, en þar hafi verið tilkynnt um mann í ójafnvægi og hann sagður vera með eggvopn.
Í ljósi þess hafi lögreglan verið með talsverðan viðbúnað vegna málsins og notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðir á vettvangi.
„Í fyrstu lét maðurinn sér ekki segjast, en hann var svo yfirbugaður eftir dágóða stund og færður á lögreglustöð. Þrír aðrir sem voru á vettvangi sakaði ekki. Lagt var hald á hníf á vettvangi, en ekki er vitað hvað manninum gekk til með þessari háttsemi,“ skrifar hún í svari við fyrirspurn fréttastofu.
Margrét vildi ekki tjá sig um málið umfram það sem kemur fram í skriflega svarinu.
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttin hefur verið uppfærð.