Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Bolli Héðinsson skrifar 26. júní 2025 17:32 Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Er þetta virkilega það brýnasta sem stjórn bankans þarf að takast á við eftir að rúm 40% hluta í bankanum hafa verið seldir almenningi? Oftar en ekki læðist að manni sá grunur að stjórnir t.d. banka með dreifða eignaraðild séu, þegar kemur að launamálum stjórnenda, lítið annað en peð í höndum stjórnendanna. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um „kaupaukakerfi“ eða bónusa. Margt er við þessa tillögu að athuga sem þarfnast miklu betri skoðunar og útlistunar á hvernig komi til með að virka. Eftir að almenningur eignaðist jafn stóran hlut í Íslandsbanka og raun ber vitni þá er það lágmark að tillögur til aðalfundar séu þannig fram settar að þær séu skiljanlegar venjulegu fólki og með þeim fylgi dæmi sem sýni hvernig bónusarnir eru reiknaðir m.v. tilgreindar forsendur. Ekkert lært – öllu gleymt Þjóðin horfði upp á hvernig yfirgengilegir bónusar voru greiddir út úr fyrirtækjum fyrir hrun og áttu sinn þátt í fjárhagshruninu sem slíku, að ekki sé minnst á siðferðilega hrunið, hvernig þjóðinni var daglega misboðið með framferði hrunverja í aðdraganda þess. Bónusar áttu ekki upp á pallborðið fyrstu árin eftir hrun en nú skal láta á það reyna að félag í eigu almennings og lífeyrissjóðanna fari að greiða stjórnendum bónusa. Í ritinu Íslenskir lífeyrissjóðir sem kom út í lok síðasta árs er viðtal við Árna Guðmundsson fyrrum framkvæmdstjóra lífeyrissjóðsins Gildis þar sem m.a. er komið inn á baráttu þeirra sem hluthafa við ráðandi öfl innan fyrirtækja þar sem þeir máttu einir heyja baráttu fyrir sjónarmiðum almennings við lítinn skilning stjórnenda og annarra hluthafa. Í viðtalinu segir Árni m.a.: „Við lögðum áherslu á að kaupaukar, kaupréttir, bónusar eða hvað sem menn vilja kalla það, að þessar greiðslur séu settar í samhengi við föst laun viðkomandi. Það á ekki að greiða einhverjum tíu milljónir á mánuði og síðan aukalega ef hann stendur sig vel. Ef þú færð svona há laun, þá áttu að standa þig vel, það á ekki að þurfa að verðlauna það frekar. Við höfum einnig beitt okkur fyrir sýnileika og að dæmi sé skýrt – hvað geta bónusgreiðslur orðið háar ef allt kikkar inn.“ Svo mörg voru þau orð. Eftir að ríkið seldi sinn hlut í Íslandsbanka virðist núna eiga að ríða á vaðið eins og allt sem gerðist fyrir hrun sé löngu gleymt og að menn hafi ekkert lært. Ætla Lífeyrissjóðurstarfsm. ríkisins, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Lífsverk lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður að láta það um sig spyrjast að erindi þeirra á hluthafafundi bankans sé framar öðru að sjá til þess að lykilstarfsmenn í bankanum fái kaupauka til viðbótar við föst laun þeirra, sem vel að merkja, eru ekki skorin við nögl. Framangreindir lífeyrissjóðir eiga samtals fjórðung í bankanum eru því stærsti einstaki eigandi bankans og geta ráðið því hvort af þessu verður. Höfundur er hagfræðingur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun