Setja 150 milljónir aukalega í að aðstoða Palestínumenn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2025 13:34 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ákvað að bæta í framlag Íslands til UNRWA. Vísir/Anton Brink Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin. Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðum um viðbótarkjarnaframlagið að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytis hans. Tilkynnt var um framlagið á ársfundi ráðgjafaráðs UNRWA í gær. Ísland hefur ekki átt sæti í því en fékk sérstakt boð að þessu sinni í ljósi aðstæðna í Miðausturlöndum og þess að Ísland hefur verið stuðningsríki stofnunarinnar um árabil. Kjarnaframlög Íslands til UNRWA hafa numið yfir 250 milljónum króna á ári frá 2023 en í ár eru þau þegar orðin 260 milljónir króna samkvæmt tilkynningunni. Til viðbótar ætlar ríkisstjórnin að veita þrjátíu milljónum króna aukalega til svæðissjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum fyrir Palestínu. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, tók ákvörðun um að fresta greiðslum á kjarnaframlagi Íslands til UNRWA í janúar í fyrra. Það gerði hann í kjölfar ásakana Ísraelsmanna um að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu átt aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Greiðslunum var haldið áfram í mars árið 2024. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna leiddi í ljós að níu starfsmenn UNRWA kynnu að hafa tekið þátt í árásinni á einhvern hátt. Þeir voru allir reknir. Ísraelsk stjórnvöld banna starfsemi UNRWA á Gasaströndinni. Íslands hefur mótmælt því banni ásamt flestum aðildarríkjum stofnunarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Tengdar fréttir Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51 Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga. 29. október 2024 17:51
Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51