Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 10:33 Birkir Bjarnason lék með Brescia á Ítalíu í vetur en mikil óvissa ríkir hjá félaginu eftir að það var dæmt niður um deild vegna skulda. Getty „Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu. Birkir, sem er 37 ára, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar hann fagnaði 2-1 sigri með Brescia gegn Reggiana 13. maí. Sigri sem átti að halda Brescia í ítölsku B-deildinni en svo voru stig tekin af félaginu vegna fjárhagsvandræða, það dæmt niður um deild og algjör óvissa ríkir um framtíð þess. Hið sama má segja um framtíðina hjá Birki: „Staðan er svolítið óskýr ennþá. Það var leiðinlegt að þetta skyldi fara eins og þetta fór hjá Brescia því ég var kominn í starf hjá þeim,“ segir Birkir sem átti að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Berscia. „Ég átti að taka eitt ár með manninum sem var yfirmaður knattspyrnumála, á meðan ég væri að taka prófið og læra af honum, og taka svo við. Þetta var mjög spennandi en því miður fór sem fór. Ef ég hefði farið í þetta þá hefði ég lagt skóna á hilluna,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki, flesta allra íslenskra knattspyrnukarla.Getty/Alex Grimm Hann hefur nú verið rúma viku í sumarfríi á Íslandi með konu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon, og eins árs gamalli dóttur þeirra, Sofiu Lív. Þó að dagarnir í húsi þeirra í Kópavogi, og nú hjá ömmu og afa Birkis á Akureyri, séu nýttir í að slappa af og njóta lífsins þá er Birkir einnig að velta næsta skrefi fyrir sér og hvort nógu spennandi símtal berist frá umboðsmanninum: „Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum,“ segir Birkir en eins og fyrr segir reiknaði hann einfaldlega með því að hætta og hefja nýjan starfsferil hjá Brescia, áður en allt fór þar í skrúfuna: „Þetta kom mjög á óvart. Við héldum okkur uppi með sigri í síðustu umferðinni en svo komu þessar fréttir. Mér skilst að ítalska sambandið hafi vitað þetta síðan í mars, að það hefði eitthvað verið að greiðslu frá Brescia, en mér hefur verið sagt að klúbburinn hafi ekkert fengið að vita fyrr en 3-4 dögum fyrir síðasta leik. En ég svo sem þekki ekki alla söguna. Þetta fór alla vega þannig að það voru tekin af okkur stig þannig að við féllum, og Sampdoria hélt sér uppi. Þannig að það eru alls konar orðrómar í gangi varðandi það,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason fagnar markinu gegn Portúgal á EM 2016, fyrsta marki Íslands á stórmóti.Getty/Simon Hofmann Birkir hefur aldrei spilað með meistaraflokki hér á landi og flutti ungur frá Akureyri til Noregs, eftir að hafa æft með yngri flokkum KA. Fari svo að hann haldi áfram að spila, kæmi þá til greina að það yrði á Íslandi? „Ég hef svo sem ekkert pælt í því. Ég ætla bara að sjá hvað er í boði. Ég er með umboðsmenn sem að gætu haft samband allt í einu og tek mína ákvörðun þegar eitthvað gerist.“ Fari svo að Birkir leggi skóna á hilluna þá gerir hann það eins og fyrr segir sem leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, með 113 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu árið 2022. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Birkir, sem er 37 ára, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar hann fagnaði 2-1 sigri með Brescia gegn Reggiana 13. maí. Sigri sem átti að halda Brescia í ítölsku B-deildinni en svo voru stig tekin af félaginu vegna fjárhagsvandræða, það dæmt niður um deild og algjör óvissa ríkir um framtíð þess. Hið sama má segja um framtíðina hjá Birki: „Staðan er svolítið óskýr ennþá. Það var leiðinlegt að þetta skyldi fara eins og þetta fór hjá Brescia því ég var kominn í starf hjá þeim,“ segir Birkir sem átti að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Berscia. „Ég átti að taka eitt ár með manninum sem var yfirmaður knattspyrnumála, á meðan ég væri að taka prófið og læra af honum, og taka svo við. Þetta var mjög spennandi en því miður fór sem fór. Ef ég hefði farið í þetta þá hefði ég lagt skóna á hilluna,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki, flesta allra íslenskra knattspyrnukarla.Getty/Alex Grimm Hann hefur nú verið rúma viku í sumarfríi á Íslandi með konu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon, og eins árs gamalli dóttur þeirra, Sofiu Lív. Þó að dagarnir í húsi þeirra í Kópavogi, og nú hjá ömmu og afa Birkis á Akureyri, séu nýttir í að slappa af og njóta lífsins þá er Birkir einnig að velta næsta skrefi fyrir sér og hvort nógu spennandi símtal berist frá umboðsmanninum: „Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum,“ segir Birkir en eins og fyrr segir reiknaði hann einfaldlega með því að hætta og hefja nýjan starfsferil hjá Brescia, áður en allt fór þar í skrúfuna: „Þetta kom mjög á óvart. Við héldum okkur uppi með sigri í síðustu umferðinni en svo komu þessar fréttir. Mér skilst að ítalska sambandið hafi vitað þetta síðan í mars, að það hefði eitthvað verið að greiðslu frá Brescia, en mér hefur verið sagt að klúbburinn hafi ekkert fengið að vita fyrr en 3-4 dögum fyrir síðasta leik. En ég svo sem þekki ekki alla söguna. Þetta fór alla vega þannig að það voru tekin af okkur stig þannig að við féllum, og Sampdoria hélt sér uppi. Þannig að það eru alls konar orðrómar í gangi varðandi það,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason fagnar markinu gegn Portúgal á EM 2016, fyrsta marki Íslands á stórmóti.Getty/Simon Hofmann Birkir hefur aldrei spilað með meistaraflokki hér á landi og flutti ungur frá Akureyri til Noregs, eftir að hafa æft með yngri flokkum KA. Fari svo að hann haldi áfram að spila, kæmi þá til greina að það yrði á Íslandi? „Ég hef svo sem ekkert pælt í því. Ég ætla bara að sjá hvað er í boði. Ég er með umboðsmenn sem að gætu haft samband allt í einu og tek mína ákvörðun þegar eitthvað gerist.“ Fari svo að Birkir leggi skóna á hilluna þá gerir hann það eins og fyrr segir sem leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, með 113 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu árið 2022.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32 Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32