Útkallið barst slökkviliði upp úr kl. 16.25 í dag að sögn Lárusar Steindórs Björnssonar sem er varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Bíllinn valt við aðrein af Nýbýlavegi að Reykjanesbraut.

Lárus segir að einn hafi verið í bílnum en sá hafi ekki hlotið alvarlega áverka og líklega þurfi ekki að flytja hann á sjúkrahús. Fleiri bílar hafi ekki orðið fyrir tjóni vegna slyssins.
Lárus kveðst ekki vita hver tildrög bílveltunnar voru.