Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:55 Mark Rutte, framvæmdastjóri NATO, (t.h.) með Bandaríkjaforseta í öndvegi við upphaf leiðtogafundar NATO í Haag í dag. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta. NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Bandaríkjaforseti sagði „margar skilgreiningar“ til á fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að heiðra þá skuldbindingu ef til þess kæmi þegar hann var á leið yfir Atlantshafið á leiðtogafundinn í gær. Fimmta greinin kveður á um árás á eitt ríki NATO jafngildi árás á þau öll „Það veltur á skilgreiningunni,“ svaraði bandaríski forsetinn sem hefur í gegnum tíðina aldrei viljað segja afdráttarlaust að hann kæmi NATO-ríkjum til varnar ef ráðist yrði á þau. Þegar ummælin voru borin undir Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, við upphaf annars dags leiðtogafundarins í morgun sagði hann engan vafa um heilindi Bandaríkjaforseta og Bandaríkjanna í sínum huga. „Fyrir mér er það algerlega skýrt að Bandaríkin séu algerlega skuldbundin NATO, algerlega skuldbundin fimmtu greininni,“ sagði Rutte, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku. Smjaðrar fyrir forsetanum af miklum móð Meginmarkmið leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í gær er að aðildarríkin samþykki að stefna á að verja fimm prósentum af landsframleiðslu sinni til varnarmála fyrir árið 2035. Bandaríkjastjórn hefur um áratugaskeið gagnrýnt evrópska bandamenn sína fyrir að leggja ekki nægilega mikið af mörkum til eigin varna en sitjandi Bandaríkjaforseti hefur verið sérstaklega hávær um það, bæði nú og á fyrra kjörtímabili sínu frá 2017 til 2021. Margir óttast að hann gæti dregið Bandaríkin út úr varnarbandalaginu. Evrópskir ráðamenn, með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, hafa því lagt sig fram um að bugta sig og beygja fyrir bandaríska forsetanum í aðdraganda fundarins. Skilaboð sem Rutte sendi bandaríska forsetanum í gær báru þess skýr merki Þar lofaði Rutte forsetann í hástert fyrir loftárásir á Íran um helgina og sagði hann á barmi þess að afreka það sem enginn annar bandarískur forseti hefði gert, að fá evrópska bandamenn sína til þess að hósta upp meira fé til varnarmála. „Evrópa mun borga STÓRT eins og hún ætti að gera og það verður þinn sigur,“ skrifaði Rutte til Bandaríkjaforseta.
NATO Holland Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. 25. júní 2025 06:54
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“