Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 06:44 Guðrún Hafsteinsdóttir segir Kristrúnu Frostadóttur vera þagga niður í gagnrýni. Samsett/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. „Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“ Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði,“ skrifar Guðrún Hafsteinsdóttir í aðsendri grein á Vísi. Í viðtali í Kastljósi í sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra minnihlutann tala um breytingar á veiðigjöldum „í falsfréttastíl.“ Þingmenn hafa talað dögum saman um breytingarnar sem Hanna Kristín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði til að yrðu gerðar á veiðigjöldunum og stóðu umræður í gærkvöldi til um klukkan hálf þrjú. „Ég hef upplifað það í þinginu, svo ég segi það hreint út, það hefur verið í falsfréttastíl hvernig þetta hefur verið hjá minnihlutanum. Það er verið að hræra í pottinum til þess að skapa ótta, til þess að skapa óvissu. Það er ekki gott,“ sagði Kristrún. Guðrún segir málið grafalvarlegt og tilraun ráðherrans til að þagga niður í gagnrýni stjórnarandstöðunnar. „Það er grafalvarlegt þegar forsætisráðherra – æðsti embættismaður þjóðarinnar – vænir þá sem gagnrýna ríkisstjórnina um að tala í falsfréttastíl. Slíkt tal á ekkert skylt við stjórnmál sem byggja á málefnalegri umræðu, rökum og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Það er hins vegar bein tilraun til að þagga niður í gagnrýni og merkja andstæðinga sem óheiðarlega.“ Hún segir Kristrúnu nýta sér popúlisma til að gera óvini úr þeim sem spyrja nauðsynlegra spurninga. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt neitt rangt í umræðunum og því hafi ráðherrann „ákveðið að grípa til gífuryrða.“ „Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hefur sætt harðri og rökstuddri gagnrýni – meðal annars frá sveitarfélögum vítt og breitt um landið, sem hafa lýst alvarlegum áhyggjum af áhrifum þess á byggðir og atvinnulíf – kýs forsætisráðherra að gera lítið úr þessari umræðu og stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu athugasemdir við orð Kristrúnar á þingfundi í gærkvöldi. Þar á meðal var Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem krafðist þess að ráðherrann myndi draga orð sín til baka. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki trúa því að Kristrún hafi látið þessi orð falla og krafðist afsökunarbeiðni. Sé ábyrgt að stöðva óvönduð frumvörp Guðrún segir staðreyndir málsins liggja fyrir, til að mynda hafi tvær ríkisstofnanir bent á að forsendur frumvarpsins séu rangar og að sveitarfélög hafi sameinast um andstöðu og varað við samfélagslegum afleiðingum. Hún kallar frumvarpið óvandað og því þurfi að ræða það ítarlega. „Stjórnarandstaðan hefur aðeins eitt tæki til að bregðast við þegar óvandað frumvarp er keyrt í gegn á lokadögum þings – og það er að tala. Að spyrja. Að taka málefnalega umræðu. Að vanda okkur,“ segir hún. „Það er lýðræðisleg skylda okkar í þeirri stöðu sem upp er komin.“ Hún segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla halda áfram að tala en markmiðið sé ekki að tefja heldur vernda. „Vernda atvinnulífið, byggðirnar, fólkið í landinu. Við sjáum í gegnum orðræðu sem reynir að gera ábyrgð tortryggilega og andstöðu að skömm. Það er ekki ábyrgt að keyra slæm lög í gegn með valdboði. Það er ábyrgt að stöðva þau.“
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira