Emma mjög ánægð með hvernig tekið var á eltihrelli hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 22:30 Emma Raducanu mun keppa á Wimbledon mótinu í tennis í sumar. Getty/Luke Walker Enska tenniskonan Emma Raducanu hrósar forráðamönnum Wimbledon mótsins í tennis fyrir hvernig þeim tókst að koma í veg fyrir að eltihrellir hennar keypti miða á mótið. Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu. Tennis Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Sjá meira
Eltihrellirinn óprútni var að reyna að komast yfir miða á mótið en öryggiskerfið lét vita að þar væri maður á svörtum lista og lokuðu á aðgengi hans að miðakerfinu. Maðurinn hefur ekki látið Raducanu vera upp á síðkastið og elti hana á fjögur mismunandi mót í febrúar. Hinn 22 ára gamla Raducanu brotnaði meðal annars niður þegar hún sá hann í áhorfendastæðunum á tennismóti í Dubaí. Lögreglan í Dubaí setti hann í framhaldinu í bráðabirgðalögbann og um leið var nafn hans sent út á meðal þeirra sem skipuleggja tennismót. „Wimbledon og allir sem komu að þessu stóðu sig stórkostlega. Ég fékk að vita af þessu, lögreglan hafði samband við mig og sagði mér frá því að allt væri í lagi,“ sagði Emma Raducanu við breska ríkisútvarpið. „Ég veit að ég er ekki fyrsti íþróttamaðurinn til að lenda í svona og verð líklega ekki sá síðasti heldur. Þetta kemur heldur ekki aðeins fyrir íþróttkonur heldur fyrir konur almennt,“ sagði Raducanu. Raducanu sló í gegn þegar hún vann Opna bandaríska meistaramótið aðeins átján ára gömul árið 2021. Þessi maður er ekki fyrsti eltihrellirinn sem lætur hana ekki í friði því annar maður fékk fimm ára nálgunarbann árið 2022 eftir að hann gekk í 37 kílómetra að heimili hennar. „Það hefur verið passað vel upp á öryggi mitt á síðustu mótum. Mér finnst ég öruggari og ekki síst hér í Bretlandi þar sem það eru fleiri áhorfendur á ferðinni. Ég finn fyrir muninum, það róar mig og fær mig til að líða betur,“ sagði Raducanu.
Tennis Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Sjá meira