Handtóku Evrópubúa sakaðan um njósnir fyrir Ísrael Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 15:24 Íranir hópast saman á götum höfuðborgarinnar og mótmæla árásum Bandaríkjahers. Einn mótmælandi heldur uppi mynd af Ayatollah Ali Khamenei æðsta leiðtoga Íran. AP Ísraelsher heldur árásum á Íran áfram og hefur ráðlagt íbúum Tehran, höfuðborgar Íran, að rýma svæði nærri hernaðarinnviðum í borginni. Á meðan greina írönsk yfirvöld frá því að evrópskur ríkisborgari hafi verið handtekinn grunaður um njósnir fyrir ísraelska ríkið. Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“. Íran Ísrael Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Ísraelsher birtir færslu á X þar sem hann biðlar til Tehranbúa að halda sig frá herstöðvum og vopnaverksmiðjum í borginni. Þá eru frekari árásir boðaðar á næstu dögum. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael segir herinn hafa haldið loftárásum áfram á tugi hernaðarlegra skotmarka víðs vegar um Íran í dag, þar á meðal herstjórnarstöðvar, að því er kemur fram í fréttavakt BBC. Hafi dulbúið sig sem ferðamann Í sjónvarpsútsendingu á íranska ríkismiðlinum er greint frá handtöku Evrópubúans sem sakaður er um njósnirnar. Guardian hefur eftir þeim að viðkomandi hafi verið handtekinn í héraðinu Hamadan. „Njósnarinn kom inn í landið dulbúinn sem ferðamaður, safnaði saman upplýsingum og truflaði eldflaugakerfi í Íran,“ hefur Guardian eftir miðlinum. Ísraelsher hefur gengist við árásum á veg sem liggur að neðanjarðarauðgunarstöðinni í Fordó í dag. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum. Herinn skaut að sögn Katz einnig á Evin-fangelsið í Tehran, þar sem Katz segir að pólitískir fangar og „andstæðingar ríkisstjórnarinnar“ séu vistaðir. Fjölmiðill byltingarvarðarins í Íran segir frá því að Ísraelsher virðist hafa gert innganginn að fangelsinu að skotmarki sínu. Ekki sé vitað til þess að nokkur hafi flúið fangelsið. Klukka sem telur niður í „tortímingu Ísraels“ Katz segir að herinn hafi jafnframt skotið að klukku í höfuðborginni sem sýni niðurtalningu í „tortímingu Ísraels“, og að öryggismiðstöð byltingarvarðarins og önnur skotmörk tengd klerkastjórninni. Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Truth Social í nótt hafa vakið athygli, en þar spyr hann meðal annars hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Aðspurð hvað Trump hefði gengið til með ummælunum sagði Karoline Leavitt talskona Hvíta hússins við blaðamenn að hann hafi „einfaldlega verið að spyrja spurningar“.
Íran Ísrael Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“